Rúgviskí að verða eitt vinsælasta viskíið í heiminum 22. maí 2013 08:30 Bandarískt rúgviskí þótti eitt sinn hrjúfur og göróttur drykkur en er í dag að verða eitt vinsælasta viskí í heiminum. Þessi þróun hefur átt sér stað á undanförnum tveimur árum að því er kemur fram í úttekt Bloomberg fréttaveitunnar á stórauknum vinsældum rúgviskís eða ryewhiskey eins og það heitir á frummálinu. Galdurinn að baki þessari velgengni er að láta þetta viskí eldast í tunnum árum saman. Raunar notar einn framleiðandi karabískar rommtunnur og segir það gefa þessu viskí aukalega sætan keim af brenndum sykurreyr. Rúgvíski var eitt fyrsta brennda áfengið sem evrópsku landnemarnir framleiddu í Bandaríkjunum löngu áður en burbon varð til. Það þótti ætíð hrátt á bragðið en styrkleiki þess var um 50% sem hafði sitt að segja. Viskíið er enn 50% að styrkleika og er framleitt af nokkrum litlum brugghúsum í takmörkuðu upplagi undir nöfnum eins og Whistlepig, Knob Creek Rye og Redemption. Sem dæmi um vinsældir þess nefnir Bloomberg að á börum í Hong Kong er sjússinn af einni tegund af 10 ára og 25 ára gömlu rúgviskí seldur á yfir 18 þúsund kr. Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandarískt rúgviskí þótti eitt sinn hrjúfur og göróttur drykkur en er í dag að verða eitt vinsælasta viskí í heiminum. Þessi þróun hefur átt sér stað á undanförnum tveimur árum að því er kemur fram í úttekt Bloomberg fréttaveitunnar á stórauknum vinsældum rúgviskís eða ryewhiskey eins og það heitir á frummálinu. Galdurinn að baki þessari velgengni er að láta þetta viskí eldast í tunnum árum saman. Raunar notar einn framleiðandi karabískar rommtunnur og segir það gefa þessu viskí aukalega sætan keim af brenndum sykurreyr. Rúgvíski var eitt fyrsta brennda áfengið sem evrópsku landnemarnir framleiddu í Bandaríkjunum löngu áður en burbon varð til. Það þótti ætíð hrátt á bragðið en styrkleiki þess var um 50% sem hafði sitt að segja. Viskíið er enn 50% að styrkleika og er framleitt af nokkrum litlum brugghúsum í takmörkuðu upplagi undir nöfnum eins og Whistlepig, Knob Creek Rye og Redemption. Sem dæmi um vinsældir þess nefnir Bloomberg að á börum í Hong Kong er sjússinn af einni tegund af 10 ára og 25 ára gömlu rúgviskí seldur á yfir 18 þúsund kr.
Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira