Danskir ellilífeyrisþegar eru orðnir yfir milljón talsins 27. maí 2013 07:19 Danir náðu þeim áfanga um síðustu áramót að fjöldi ellilífeyrisþega þar í landi fór yfir eina milljón einstaklinga. Fjallað er um málið á vefsíðu börsen en þar er byggt á nýjum tölum frá dönsku hagstofunni. Fjöldi ellilífeyrisþega í Danmörku er orðinn hátt í 20% af heildaríbúafjölda landsins. Spár gera ráð fyrir að ellilífeyrisþegum muni fjölga hratt í landinu á næstum árum. Þeir verði orðnir 1,5 milljón talsins árið 2039 eða fjórðungur þjóðarinnar. Það sem meðal annars stuðlar að þessari þróun er lágt fæðingarhlutfall í Danmörku á undanförnum árum en hlutfallið er það lægsta sem þekkist á Norðurlöndunum. Ef Danmörk er borin saman við Ísland kemur í ljós að hlutfall ellilífeyrisþega hérlendis var 10,9% í árslok árið 2011. Þeir voru 34.800 talsins á þeim tíma. Hér skal tekið fram að Íslendingar miða við 67 ára aldur varðandi greiðslur á ellilífeyri en Danir við 65 ára aldurinn þannig að samanburðurinn er ekki nákvæmur. Í gögnum Tryggingastofnunnar má sjá að ellilífeyrisþegum á Íslandi hefur fjölgað nær stöðugt undanfarin 15 ár, Þannig var hlutfall þeirra 10,2% árið 1998, fór í 10,5% árið 2004 og var sem fyrr segir 10,9% í hitteðfyrra. Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Danir náðu þeim áfanga um síðustu áramót að fjöldi ellilífeyrisþega þar í landi fór yfir eina milljón einstaklinga. Fjallað er um málið á vefsíðu börsen en þar er byggt á nýjum tölum frá dönsku hagstofunni. Fjöldi ellilífeyrisþega í Danmörku er orðinn hátt í 20% af heildaríbúafjölda landsins. Spár gera ráð fyrir að ellilífeyrisþegum muni fjölga hratt í landinu á næstum árum. Þeir verði orðnir 1,5 milljón talsins árið 2039 eða fjórðungur þjóðarinnar. Það sem meðal annars stuðlar að þessari þróun er lágt fæðingarhlutfall í Danmörku á undanförnum árum en hlutfallið er það lægsta sem þekkist á Norðurlöndunum. Ef Danmörk er borin saman við Ísland kemur í ljós að hlutfall ellilífeyrisþega hérlendis var 10,9% í árslok árið 2011. Þeir voru 34.800 talsins á þeim tíma. Hér skal tekið fram að Íslendingar miða við 67 ára aldur varðandi greiðslur á ellilífeyri en Danir við 65 ára aldurinn þannig að samanburðurinn er ekki nákvæmur. Í gögnum Tryggingastofnunnar má sjá að ellilífeyrisþegum á Íslandi hefur fjölgað nær stöðugt undanfarin 15 ár, Þannig var hlutfall þeirra 10,2% árið 1998, fór í 10,5% árið 2004 og var sem fyrr segir 10,9% í hitteðfyrra.
Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent