Starfsfólk Volkswagen fær 5,7% launahækkun Finnur Thorlacius skrifar 29. maí 2013 10:30 Í verksmiðju Volkswagen Starfsfólk Volkswagen í Þýskalandi hækkar um 3,4% í launum í september og 2,3% í júlí á næsta ári. Er þessi hækkun í takti við samskonar launahækkun sem verkalýðsfélag starfsfólks bílaverksmiðja í Bæjaralandi náði fram fyrir 770.000 starfsmenn sína. Volkswagen ætti að eiga fyrir þessari launahækkun þar sem fyrirtækið hefur notið sívaxandi hagnaðar á síðustu misserum. Hagnaður Volkswagen í fyrra var 1.840 milljarðar króna og hækkaði um 2,1% milli ára. Hagnaður annarra bílamerkja félagsins, svo sem Audi, Porsche og Bentley var mjög góður í fyrra og söluaukning þar meiri en hjá móðurfyrirtækinu Volkswagen. Fjöldi starfsfólks Volkswagen í Þýskalandi er 249.000, en samtals vinna 550.000 manns hjá Volkswagen. Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent
Starfsfólk Volkswagen í Þýskalandi hækkar um 3,4% í launum í september og 2,3% í júlí á næsta ári. Er þessi hækkun í takti við samskonar launahækkun sem verkalýðsfélag starfsfólks bílaverksmiðja í Bæjaralandi náði fram fyrir 770.000 starfsmenn sína. Volkswagen ætti að eiga fyrir þessari launahækkun þar sem fyrirtækið hefur notið sívaxandi hagnaðar á síðustu misserum. Hagnaður Volkswagen í fyrra var 1.840 milljarðar króna og hækkaði um 2,1% milli ára. Hagnaður annarra bílamerkja félagsins, svo sem Audi, Porsche og Bentley var mjög góður í fyrra og söluaukning þar meiri en hjá móðurfyrirtækinu Volkswagen. Fjöldi starfsfólks Volkswagen í Þýskalandi er 249.000, en samtals vinna 550.000 manns hjá Volkswagen.
Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent