Starfsmaður stal flóttabíl þjófanna Finnur Thorlacius skrifar 30. maí 2013 10:45 Tveir vopnaðir ræningjar birtust um daginn inná gólfi Burger King skyndibitastaðar í Stockton í Kaliforníu. Einn starfsmaður staðarins sem ræningjarnir tóku ekki eftir laumaði sér út af staðnum. Í stað þess sem flestir myndu gera, þ.e. að forða sér í skyndi, þá settist hann uppí bíl ræningjanna og ók honum stuttan spöl í var. Fyrir vikið höfðu þeir engan bíl til flóttans eftir ránið og lögreglunni reyndist auðvelt að finna þá á opnu svæði í nágrenni staðarins. Starfsmaðurinn verður tæplega ákærður fyrir bílþjófnað, en líklegra er að hann verði kjörinn starfsmaður mánaðarins á staðnum, ef ekki á landsvísu! Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent
Tveir vopnaðir ræningjar birtust um daginn inná gólfi Burger King skyndibitastaðar í Stockton í Kaliforníu. Einn starfsmaður staðarins sem ræningjarnir tóku ekki eftir laumaði sér út af staðnum. Í stað þess sem flestir myndu gera, þ.e. að forða sér í skyndi, þá settist hann uppí bíl ræningjanna og ók honum stuttan spöl í var. Fyrir vikið höfðu þeir engan bíl til flóttans eftir ránið og lögreglunni reyndist auðvelt að finna þá á opnu svæði í nágrenni staðarins. Starfsmaðurinn verður tæplega ákærður fyrir bílþjófnað, en líklegra er að hann verði kjörinn starfsmaður mánaðarins á staðnum, ef ekki á landsvísu!
Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent