Arnór Sveinn Aðalsteinsson skoraði eina mark Hönefoss sem tapaði óvænt gegn Alta í norska bikarnum í kvöld.
Alta spilar í þriðju efstu deild en bærinn er staðsettur nyrst í Noregi. Heimamenn komust yfir snemma í leiknum og bættu við öðru marki á 86. mínútu. Arnór Sveinn minnkaði muninn mínútu síðar en lengra komust gestirnir ekki.
Jón Daði Böðvarsson og félagar í Viking töpuðu óvænt 4-2 á heimavelli gegn Bryne. Viking er í 3. sæti í efstu deild en Bryne í 7. sæti í næstefstu deild. Þá féllu Birkir Már Sævarsson og félagar út úr bikarnum eftir 2-1 tap á heimavelli gegn Mjöndalen sem er í 11. sæti í næstefstu deild.
Þá unnu Pálmi Rafn Pálmason og félagar í Lilleström 2-0 útisigur á Kvik Halden.
Arnór Sveinn skoraði í óvæntu tapi
