Ferrari John Lennon til sölu 10. maí 2013 13:06 Fagurblár Ferrari Lennons Fyrsti bíllinn sem bítillinn John Lennon eignaðist, Ferrari 330GT 2+2 Coupe, verður boðinn upp hjá uppboðshúsi Bonhams þann 12. júlí. John Lennon tók ekki bílpróf fyrr en hann var orðinn 25 ára gamall og ekki dugði poppgoðinu minna en Ferrari sem fyrsti bíll. Fyrir bílinn greiddi Lennon 6.500 pund, sem í dag leggst á 1,17 milljón króna. Það verður ekki verðið sem fæst fyrir bílinn góða á uppboðinu í þarnæsta mánuði því búist er við að fyrir hann fáist 33-37 milljónir króna. Ef þau 6.500 pund sem Lennon greiddi á sínum tíma eru framreiknuð til dagsins í dag, þá hefur hann greitt um 110.000 pund fyrir bílinn, eða um 20 milljónir króna. Það er því ekki svo mikið hærri upphæð sem fæst fyrir bílinn nú. Aðeins voru framleiddir 500 bílar af þeirri gerð sem Ferrari Lennons átti og eykur það söfnunargildi hans. Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent
Fyrsti bíllinn sem bítillinn John Lennon eignaðist, Ferrari 330GT 2+2 Coupe, verður boðinn upp hjá uppboðshúsi Bonhams þann 12. júlí. John Lennon tók ekki bílpróf fyrr en hann var orðinn 25 ára gamall og ekki dugði poppgoðinu minna en Ferrari sem fyrsti bíll. Fyrir bílinn greiddi Lennon 6.500 pund, sem í dag leggst á 1,17 milljón króna. Það verður ekki verðið sem fæst fyrir bílinn góða á uppboðinu í þarnæsta mánuði því búist er við að fyrir hann fáist 33-37 milljónir króna. Ef þau 6.500 pund sem Lennon greiddi á sínum tíma eru framreiknuð til dagsins í dag, þá hefur hann greitt um 110.000 pund fyrir bílinn, eða um 20 milljónir króna. Það er því ekki svo mikið hærri upphæð sem fæst fyrir bílinn nú. Aðeins voru framleiddir 500 bílar af þeirri gerð sem Ferrari Lennons átti og eykur það söfnunargildi hans.
Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent