Viðskiptaþvinganir gagnvart Íslandi og Færeyjum ræddar á ESB fundi í dag 14. maí 2013 07:22 Viðskiptaþvinganir gagnvart Íslendingum og Færeyingum vegna makrílveiða þjóðanna verða ræddar á fundi í fiskveiðaráði Evrópusambandsins í dag. Skoskir fulltrúar á fundinum eru undir miklum þrýstingi frá útgerðarmönnum heima fyrir um að ná þessum viðskiptaþvingunum í gegn á fundinum, það er fá framkvæmdastjórn sambandsins til að gera slíkt. Þetta kemur fram á vefsíðunni Thefishsite. Viðskiptaþvinganir hafa þegar verið ákveðnar gangvart ákveðnum fiskafurðum frá Íslandi og Færeyjum en framkvæmdastjórnin hefur enn ekki komið þeim í verk. Vefsíðan vitnar í formann útgerða sem stunda uppsjávarveiðar í Skotlandi. Hann segir að tíminn til að slugsa með að beita Íslendinga og Færeyinga viðskiptaþvingunum eða refsiaðgerðum sé liðinn. Tími raunverulegra aðgerða sé runninn upp nú þegar makrílveiðarnar eru að hefjast. Formaðurinn Ian Gatt segir að búið sé að ræða þessar aðgerðir gegn Íslendingum og Færeyingum í ein fjögur ár innan Evrópusambandsins. Skoskir sjómenn séu vægt sagt orðnir langeygir eftir einhverjum raunverulegum aðgerðum. Það hafi valdið þeim verulegum vonbrigðum að málið hafi tekið allan þennan tíma án aðgerða. Mest lesið Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Viðskiptaþvinganir gagnvart Íslendingum og Færeyingum vegna makrílveiða þjóðanna verða ræddar á fundi í fiskveiðaráði Evrópusambandsins í dag. Skoskir fulltrúar á fundinum eru undir miklum þrýstingi frá útgerðarmönnum heima fyrir um að ná þessum viðskiptaþvingunum í gegn á fundinum, það er fá framkvæmdastjórn sambandsins til að gera slíkt. Þetta kemur fram á vefsíðunni Thefishsite. Viðskiptaþvinganir hafa þegar verið ákveðnar gangvart ákveðnum fiskafurðum frá Íslandi og Færeyjum en framkvæmdastjórnin hefur enn ekki komið þeim í verk. Vefsíðan vitnar í formann útgerða sem stunda uppsjávarveiðar í Skotlandi. Hann segir að tíminn til að slugsa með að beita Íslendinga og Færeyinga viðskiptaþvingunum eða refsiaðgerðum sé liðinn. Tími raunverulegra aðgerða sé runninn upp nú þegar makrílveiðarnar eru að hefjast. Formaðurinn Ian Gatt segir að búið sé að ræða þessar aðgerðir gegn Íslendingum og Færeyingum í ein fjögur ár innan Evrópusambandsins. Skoskir sjómenn séu vægt sagt orðnir langeygir eftir einhverjum raunverulegum aðgerðum. Það hafi valdið þeim verulegum vonbrigðum að málið hafi tekið allan þennan tíma án aðgerða.
Mest lesið Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent