Viðskiptaþvinganir gagnvart Íslandi og Færeyjum ræddar á ESB fundi í dag 14. maí 2013 07:22 Viðskiptaþvinganir gagnvart Íslendingum og Færeyingum vegna makrílveiða þjóðanna verða ræddar á fundi í fiskveiðaráði Evrópusambandsins í dag. Skoskir fulltrúar á fundinum eru undir miklum þrýstingi frá útgerðarmönnum heima fyrir um að ná þessum viðskiptaþvingunum í gegn á fundinum, það er fá framkvæmdastjórn sambandsins til að gera slíkt. Þetta kemur fram á vefsíðunni Thefishsite. Viðskiptaþvinganir hafa þegar verið ákveðnar gangvart ákveðnum fiskafurðum frá Íslandi og Færeyjum en framkvæmdastjórnin hefur enn ekki komið þeim í verk. Vefsíðan vitnar í formann útgerða sem stunda uppsjávarveiðar í Skotlandi. Hann segir að tíminn til að slugsa með að beita Íslendinga og Færeyinga viðskiptaþvingunum eða refsiaðgerðum sé liðinn. Tími raunverulegra aðgerða sé runninn upp nú þegar makrílveiðarnar eru að hefjast. Formaðurinn Ian Gatt segir að búið sé að ræða þessar aðgerðir gegn Íslendingum og Færeyingum í ein fjögur ár innan Evrópusambandsins. Skoskir sjómenn séu vægt sagt orðnir langeygir eftir einhverjum raunverulegum aðgerðum. Það hafi valdið þeim verulegum vonbrigðum að málið hafi tekið allan þennan tíma án aðgerða. Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Viðskiptaþvinganir gagnvart Íslendingum og Færeyingum vegna makrílveiða þjóðanna verða ræddar á fundi í fiskveiðaráði Evrópusambandsins í dag. Skoskir fulltrúar á fundinum eru undir miklum þrýstingi frá útgerðarmönnum heima fyrir um að ná þessum viðskiptaþvingunum í gegn á fundinum, það er fá framkvæmdastjórn sambandsins til að gera slíkt. Þetta kemur fram á vefsíðunni Thefishsite. Viðskiptaþvinganir hafa þegar verið ákveðnar gangvart ákveðnum fiskafurðum frá Íslandi og Færeyjum en framkvæmdastjórnin hefur enn ekki komið þeim í verk. Vefsíðan vitnar í formann útgerða sem stunda uppsjávarveiðar í Skotlandi. Hann segir að tíminn til að slugsa með að beita Íslendinga og Færeyinga viðskiptaþvingunum eða refsiaðgerðum sé liðinn. Tími raunverulegra aðgerða sé runninn upp nú þegar makrílveiðarnar eru að hefjast. Formaðurinn Ian Gatt segir að búið sé að ræða þessar aðgerðir gegn Íslendingum og Færeyingum í ein fjögur ár innan Evrópusambandsins. Skoskir sjómenn séu vægt sagt orðnir langeygir eftir einhverjum raunverulegum aðgerðum. Það hafi valdið þeim verulegum vonbrigðum að málið hafi tekið allan þennan tíma án aðgerða.
Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira