Arfleifð Audi á einni mínútu Finnur Thorlacius skrifar 15. maí 2013 08:45 Í gær hófst heilmikil auglýsingaherferð Audi með birtingu 5 mislangra auglýsingamyndbanda. Eitt þeirra er sýnu lengst og heitir „It Couldn´t Be Done“. Þar skýrir Audi út hvernig fyrirtækið hefur framkvæmt hluti sem flestir töldu ógerlega. Á handahlaupum er farið langt aftur í sögu Audi og allt til dagsins í dag og ljósinu beint að stefnumarkandi afrekum Audi í bílasögunni. Audi státar af ýmsum merkum nýjungum, afrekum í akstursíþróttum, mikilli sköpunargáfu og smekk fyrir fegurð og það felst ekki í myndskeiðinu. Audi er hvað frægast fyrir fullkomið fjórhjóladrif sitt og frumkvæði í að setja fjórhjóladrif í fólksbíla. Einnig á seinni árum fyrir notkun LED ljósa og þróun þeirra í bílum sínum. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent
Í gær hófst heilmikil auglýsingaherferð Audi með birtingu 5 mislangra auglýsingamyndbanda. Eitt þeirra er sýnu lengst og heitir „It Couldn´t Be Done“. Þar skýrir Audi út hvernig fyrirtækið hefur framkvæmt hluti sem flestir töldu ógerlega. Á handahlaupum er farið langt aftur í sögu Audi og allt til dagsins í dag og ljósinu beint að stefnumarkandi afrekum Audi í bílasögunni. Audi státar af ýmsum merkum nýjungum, afrekum í akstursíþróttum, mikilli sköpunargáfu og smekk fyrir fegurð og það felst ekki í myndskeiðinu. Audi er hvað frægast fyrir fullkomið fjórhjóladrif sitt og frumkvæði í að setja fjórhjóladrif í fólksbíla. Einnig á seinni árum fyrir notkun LED ljósa og þróun þeirra í bílum sínum.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent