Fyrsta bílaskipið til Íslands eftir hrun Finnur Thorlacius skrifar 14. maí 2013 11:51 Chevrolet Captive jepplingar í röðum á hafnarsvæðinu Um helgina kom til landsins bílaflutningaskip með um 300 nýjum Chevrolet bílum fyrir Bílabúð Benna. Mörg ár eru síðan að flutningaskip kom til landsins aðeins hlaðið bílum. Stór hluti þessa bílafarms fer til bílaleigunnar Sixt, sem er í eigu Benna, en samt verður nóg eftir til sölu til almennings. Farmurinn kemur á besta tíma ársins því framundan er helsti sölutími nýrra bíla. Sala á Chevrolet bílum hefur farið vel af stað það sem af er ári og er markaðshlutdeild Chevrolet rúmlega 10% fyrstu fjóra mánuði ársins. Á síðustu vikum hefur Bílabúð Benna kynnt til sögunnar 4ra og 5 dyra Chevrolet Cruze í LT útgáfu sem kostar 2.990.000 kr. og Cruze LT í station útfærslu sem kostar 3.190.000 kr. Verða þeir bílar að teljast á einkar góðu verði. Chevrolet Spark heldur áfram að vera vinsælasti smábíllinn á Íslandi og er með yfir 50% markaðshlutdeild í sýnum flokki. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent
Um helgina kom til landsins bílaflutningaskip með um 300 nýjum Chevrolet bílum fyrir Bílabúð Benna. Mörg ár eru síðan að flutningaskip kom til landsins aðeins hlaðið bílum. Stór hluti þessa bílafarms fer til bílaleigunnar Sixt, sem er í eigu Benna, en samt verður nóg eftir til sölu til almennings. Farmurinn kemur á besta tíma ársins því framundan er helsti sölutími nýrra bíla. Sala á Chevrolet bílum hefur farið vel af stað það sem af er ári og er markaðshlutdeild Chevrolet rúmlega 10% fyrstu fjóra mánuði ársins. Á síðustu vikum hefur Bílabúð Benna kynnt til sögunnar 4ra og 5 dyra Chevrolet Cruze í LT útgáfu sem kostar 2.990.000 kr. og Cruze LT í station útfærslu sem kostar 3.190.000 kr. Verða þeir bílar að teljast á einkar góðu verði. Chevrolet Spark heldur áfram að vera vinsælasti smábíllinn á Íslandi og er með yfir 50% markaðshlutdeild í sýnum flokki.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent