Hagvöxtur á evrusvæðinu hefur nú verið neikvæður í sjö ársfjórðunga í röð og er þetta lengsta samdráttarskeið í sögu svæðisins.
Nýjar tölur frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, sýna að samdrátturinn nam 0,2% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Sérfræðingar höfðu spáð 0,1% samdrætti að því er segir í frétt um málið á vefsíðu börsen.
Versta útkoman var á fjórða ársfjórðungi í fyrra þegar samdrátturinn mældist 0,6%. Frá fjórða ársfjórðungi ársins 2011 er samdrátturinn orðinn 1,4% í heildina.
Lengsti samdráttur í sögu evrusvæðisins
