Danskir stjórnendur hafa lítið álit á FIH bankanum 16. maí 2013 12:31 Ímynd FIH bankans meðal danskra stjórnenda er ein sú versta meðal danskra fyrirtækja. Þetta kemur fram í nýrri könnun á vegum Berlingske Tidende um hvaða fyrirtæki í Danmörku njóta mest álits meðal stjórnendanna. Fjallað er um málið á vefsíðu börsen. Þar segir að alls hafi 4.500 stjórnendur verið spurðir álits í þessari könnun. FIH bankinn lenti í fjórða neðsta sæti í könnuninni. Fyrir neðan FIH voru dönsku járnbrautirnar DSB, vindmyllufyrirtækið Vestas og SAS flugfélagið. Bjarne Graven bankastjóri FIH bankans viðurkennir í samtali við börsen að bankinn glími við ímyndarvanda. Hinsvegar standi til að bæta ímynd bankans á næstu tveimur árum. Graven segir að einn mesti ímyndarskaðinn hafi komið vegna eignarhalds Kaupþings á bankanum hér á árum áður. Það hafi ekki heldur hjálpað til að bankinn hefur stöðugt tapað fé undanfarin tæp þrjú ár og þurft á miklum stuðningi frá danska ríkinu að halda. Graven segir að í dag séu viðskiptavinir FIH almennt ánægðir með bankann. Eins og margoft hefur komið fram í fréttum eru endurheimtur á yfir 3 milljarða danskra kr. seljendaláni Seðlabankans til kaupenda FIH bankans árið 2010 bundnar við gengi FIH fram til ársloka á næsta ári. Sem stendur virðist þetta vera að mestu glatað fé. Sjá nánar hér. FIH bankinn hefur hinsvegar rétt aðeins úr kútnum á þessu ári og þess má geta að á fyrsta ársfjórðungi skilaði hann hagnaði í fyrsta sinn undanfarn 10 ársfjórðunga. Mest lesið Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ímynd FIH bankans meðal danskra stjórnenda er ein sú versta meðal danskra fyrirtækja. Þetta kemur fram í nýrri könnun á vegum Berlingske Tidende um hvaða fyrirtæki í Danmörku njóta mest álits meðal stjórnendanna. Fjallað er um málið á vefsíðu börsen. Þar segir að alls hafi 4.500 stjórnendur verið spurðir álits í þessari könnun. FIH bankinn lenti í fjórða neðsta sæti í könnuninni. Fyrir neðan FIH voru dönsku járnbrautirnar DSB, vindmyllufyrirtækið Vestas og SAS flugfélagið. Bjarne Graven bankastjóri FIH bankans viðurkennir í samtali við börsen að bankinn glími við ímyndarvanda. Hinsvegar standi til að bæta ímynd bankans á næstu tveimur árum. Graven segir að einn mesti ímyndarskaðinn hafi komið vegna eignarhalds Kaupþings á bankanum hér á árum áður. Það hafi ekki heldur hjálpað til að bankinn hefur stöðugt tapað fé undanfarin tæp þrjú ár og þurft á miklum stuðningi frá danska ríkinu að halda. Graven segir að í dag séu viðskiptavinir FIH almennt ánægðir með bankann. Eins og margoft hefur komið fram í fréttum eru endurheimtur á yfir 3 milljarða danskra kr. seljendaláni Seðlabankans til kaupenda FIH bankans árið 2010 bundnar við gengi FIH fram til ársloka á næsta ári. Sem stendur virðist þetta vera að mestu glatað fé. Sjá nánar hér. FIH bankinn hefur hinsvegar rétt aðeins úr kútnum á þessu ári og þess má geta að á fyrsta ársfjórðungi skilaði hann hagnaði í fyrsta sinn undanfarn 10 ársfjórðunga.
Mest lesið Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent