Svissneski lyfjarisinn Novartis hefur ekki áhuga á að kaupa Actavis. Þetta hefur Reuters eftir Eric Althoff talsmanni Novartis.
Wall Street Journal birti í morgun frétt þess efnis að Novartis væri að íhuga að blanda sér í baráttuna um Actavis. Sjá hér.
Tvö önnur lyfjafyrirtæki, Mylan og Valeant, hafa þegar lýst yfir áhuga sínum á að kaupa Actavis. Slíkt hið sama gildir ekki um Novartis. "Við höfum engan áhuga á þessum kaupum," segir Althoff.
