Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Svavar Hávarðsson skrifar 16. maí 2013 14:28 Allar myndir: Erlendur Guðmundsson Veiðisögur berast reglulega frá Þingvallavatni þar sem stórir urriðar og stöku bleikja falla fyrir agni veiðimanna. Á sama tíma eru sífellt fleiri veiðiáhugamenn teknir að nýta sér nýjustu tækni við að taka myndir af bráð sinni undir yfirborðinu. En svo eru það þeir sem ganga skrefinu lengra og halda sjálfir niður í djúpið og mynda þessa eftirsóknarverðu bráð okkar í hennar náttúrulega umhverfi. Erlendur Guðmundsson atvinnukafari er einn þeirra en hann rekur fyrirtækið Neðarsjávarmyndir ehf. Hann tekur myndir af dýralífi neðansjávar ásamt myndum af skipsflökum og öðru sem ber fyrir augu kafara við Ísland. En hann kafar líka í stöðuvötn og ekki síst Þingvallavatn, og skal engan furða. Erlendur gaf Veiðivísi góðfúslegt leyfi til að birta nokkrar myndir úr köfunarleiðangri í Þingvallavatn. Má ætla að allir sem veiða á stöng njóti þess að sjá þessa tignarlegu höfðingja í sínu náttúrulega umhverfi, sem minnir okkur öll á að sýna náttúrunni tilhlýðilega virðingu í heimsóknum okkar að veiðivötnum landsins. Hafi fólk áhuga á að kynna sér vinnu Erlendar frekar er heimsókn á facebook síðu hans ein leið, en einnig má hafa samband við hann beint í netfangið ellikafari@gmail.com. Stangveiði Mest lesið Lokatölur úr flestum ánum komnar í hús Veiði 53 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði 79 laxa lokadagur í Eystri Rangá Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Fræðslukvöld SVFR farin í gang Veiði Miðá í Dölum til SVFR Veiði 103 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði
Veiðisögur berast reglulega frá Þingvallavatni þar sem stórir urriðar og stöku bleikja falla fyrir agni veiðimanna. Á sama tíma eru sífellt fleiri veiðiáhugamenn teknir að nýta sér nýjustu tækni við að taka myndir af bráð sinni undir yfirborðinu. En svo eru það þeir sem ganga skrefinu lengra og halda sjálfir niður í djúpið og mynda þessa eftirsóknarverðu bráð okkar í hennar náttúrulega umhverfi. Erlendur Guðmundsson atvinnukafari er einn þeirra en hann rekur fyrirtækið Neðarsjávarmyndir ehf. Hann tekur myndir af dýralífi neðansjávar ásamt myndum af skipsflökum og öðru sem ber fyrir augu kafara við Ísland. En hann kafar líka í stöðuvötn og ekki síst Þingvallavatn, og skal engan furða. Erlendur gaf Veiðivísi góðfúslegt leyfi til að birta nokkrar myndir úr köfunarleiðangri í Þingvallavatn. Má ætla að allir sem veiða á stöng njóti þess að sjá þessa tignarlegu höfðingja í sínu náttúrulega umhverfi, sem minnir okkur öll á að sýna náttúrunni tilhlýðilega virðingu í heimsóknum okkar að veiðivötnum landsins. Hafi fólk áhuga á að kynna sér vinnu Erlendar frekar er heimsókn á facebook síðu hans ein leið, en einnig má hafa samband við hann beint í netfangið ellikafari@gmail.com.
Stangveiði Mest lesið Lokatölur úr flestum ánum komnar í hús Veiði 53 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði 79 laxa lokadagur í Eystri Rangá Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Fræðslukvöld SVFR farin í gang Veiði Miðá í Dölum til SVFR Veiði 103 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði