Vettel og Coulthard prófa tilvonandi Sochi braut Finnur Thorlacius skrifar 18. maí 2013 08:45 Næstu vetrarólympíuleikar verða haldnir í Sochi í Rússlandi 7. til 23. febrúar á næsta ári. Eftir að þeir eru yfirstaðnir verður hluti af ólympíuhverfinu breytt í kappakstursbraut, tæplega 6 kílómetra langa. Þar verður haldið fyrsta Grand Prix kappakstursmótið í 100 ár í Rússlandi. Brautin sjálf er að mestu leiti óbyggð og víða möl þar sem brautin mun liggja. Það stöðvaði ekki Red Bull liðið í að senda Sebastian Vettel og David Coulthard á svæðið til að keppa innbyrðis á Infinity fólksbílum. Í myndskeiðinu má sjá þá eigast við og tala um tilvonandi braut. David Cuoldhard líkir brautinni við brautina í Mónakó og er það ekki leiðum að líkjast. Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent
Næstu vetrarólympíuleikar verða haldnir í Sochi í Rússlandi 7. til 23. febrúar á næsta ári. Eftir að þeir eru yfirstaðnir verður hluti af ólympíuhverfinu breytt í kappakstursbraut, tæplega 6 kílómetra langa. Þar verður haldið fyrsta Grand Prix kappakstursmótið í 100 ár í Rússlandi. Brautin sjálf er að mestu leiti óbyggð og víða möl þar sem brautin mun liggja. Það stöðvaði ekki Red Bull liðið í að senda Sebastian Vettel og David Coulthard á svæðið til að keppa innbyrðis á Infinity fólksbílum. Í myndskeiðinu má sjá þá eigast við og tala um tilvonandi braut. David Cuoldhard líkir brautinni við brautina í Mónakó og er það ekki leiðum að líkjast.
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent