Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði eitt marka LdB Malmö sem vann öruggan 4-0 heimasigur á Vittsjö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Heimakonur leiddu 2-0 í hálfleik og Sara Björk kom liðinu í 3-0 með marki snemma í hálfleiknum. Miðjumanninum snjalla var svo skipt af velli tólf mínútum fyrir leikslok.
Malmö situr í toppsæti deildarinnar eftir sigurinn með 17 stig úr sjö leikjum.
Sara Björk skoraði og Þóra hélt hreinu
