Fáir í opnun í frosti á Þingvöllum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. maí 2013 14:21 Höfuðhylur í Elliðaánum og svæðið þar fyrir neðan leit vel út í hádeginu í dag en engir veiðimenn voru sjáanlegir. Mynd / Garðar Ekkert sást til veiðimanna í landi þjóðgarðsins þegar heimildarmaður Veiðivísis var við Þingvallavatn í hádeginu í dag. Við Elliðaár var ekki nokkur maður heldur á sama tíma. Veiðitímabilið hófst á þessum stöðum í morgun. Eflaust hefur hitastigið sett strik í reikninginn hjá mörgum. Í Reykjavík var 3 stiga frost klukkan sjö í morgun. Frostið var 4 stig á sama tíma á Þingvöllum. Þar hefur hitinn rétt náð upp í frostmark í dag. Í Reykjavík fór hitinn þó í eina gráðu klukkan tvö. Útlitið er ekki bjart hvað Þingvallavatn snertir næstu daga þar sem jafnvel er slydda í kortunum. Í Reykjavík er hins vegar von til að hitinn nái 5 gráðum eftir morgundaginn. Stangveiði Mest lesið Árleg byssusýning Veiðisafnsins er um helgina Veiði Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði Stóra Laxá komin yfir 700 laxa Veiði Þú átt aldrei nóg af Peacock Veiði Urriðafoss opnar 1. júní fyrir veiði Veiði Stutt í að Hraunsfjörður fari í gang Veiði Laxinn er mættur í Blöndu og það styttist í opnun Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði
Ekkert sást til veiðimanna í landi þjóðgarðsins þegar heimildarmaður Veiðivísis var við Þingvallavatn í hádeginu í dag. Við Elliðaár var ekki nokkur maður heldur á sama tíma. Veiðitímabilið hófst á þessum stöðum í morgun. Eflaust hefur hitastigið sett strik í reikninginn hjá mörgum. Í Reykjavík var 3 stiga frost klukkan sjö í morgun. Frostið var 4 stig á sama tíma á Þingvöllum. Þar hefur hitinn rétt náð upp í frostmark í dag. Í Reykjavík fór hitinn þó í eina gráðu klukkan tvö. Útlitið er ekki bjart hvað Þingvallavatn snertir næstu daga þar sem jafnvel er slydda í kortunum. Í Reykjavík er hins vegar von til að hitinn nái 5 gráðum eftir morgundaginn.
Stangveiði Mest lesið Árleg byssusýning Veiðisafnsins er um helgina Veiði Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði Stóra Laxá komin yfir 700 laxa Veiði Þú átt aldrei nóg af Peacock Veiði Urriðafoss opnar 1. júní fyrir veiði Veiði Stutt í að Hraunsfjörður fari í gang Veiði Laxinn er mættur í Blöndu og það styttist í opnun Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði