Porsche selur fleiri Cayenne en allar aðrar gerðir Finnur Thorlacius skrifar 2. maí 2013 12:45 Hagnaður hvers Porsche bíls er 16 sinnum hærri en af Volkswagen bíl. Þýski lúxusbílaframleiðandanum Porsche gengur flest í haginn og eykur sölu bíla sinna stöðugt á hverjum ársfjórðungi. Sá vöxtur er einna helst að þekka þeirri djörfu ákvörðun Porsche fyrir 11 árum að hefja framleiðslu Cayenne jeppans. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs seldi Porsche fleiri Cayenne bíla en af öllum öðrum gerðum Porsche. Það seldust 19.658 Cayenne og 17.351 aðrir Porsche bílar. Þar af 7.230 af 911-gerð, 5.669 af Panamera og 4.452 af Boxter/Cayman. Það er því ekkert undarlegt að lúxusbílafyrirtæki eins og Bentley og Maserati hyggist smíða jeppa á næstunni, þar liggur fjöldinn en ekki í sportbílunum. Hagnaður Porsche jókst um 9% og velta um 8%, en hagnaðurinn nam tæpum 88 milljörðum króna. Enn athygliverðari er hagnaður á hvern seldan bíl en Porsche hagnast um 2,37 milljónir króna á hverjum seldum bíl, sem kostar að meðaltali 13,5 milljónir. Til samanburðar þá hagnast Volkswagen um 151.000 krónur á hverjum seldum bíl, sem kostar að meðaltali 3 milljónir. Volkswagen þarf því að selja 16 bíla á móti hverjum einum Porsche til að krækja í sama hagnað. Með nýendursköpuðum Boxter/Cayman og 911, komandi nýrri kynslóð Panamera, auk nýs 918 Spider og Macan jepplingsins ættu hlutirnir bara að líta enn betur út fyrir Porsche. Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent
Hagnaður hvers Porsche bíls er 16 sinnum hærri en af Volkswagen bíl. Þýski lúxusbílaframleiðandanum Porsche gengur flest í haginn og eykur sölu bíla sinna stöðugt á hverjum ársfjórðungi. Sá vöxtur er einna helst að þekka þeirri djörfu ákvörðun Porsche fyrir 11 árum að hefja framleiðslu Cayenne jeppans. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs seldi Porsche fleiri Cayenne bíla en af öllum öðrum gerðum Porsche. Það seldust 19.658 Cayenne og 17.351 aðrir Porsche bílar. Þar af 7.230 af 911-gerð, 5.669 af Panamera og 4.452 af Boxter/Cayman. Það er því ekkert undarlegt að lúxusbílafyrirtæki eins og Bentley og Maserati hyggist smíða jeppa á næstunni, þar liggur fjöldinn en ekki í sportbílunum. Hagnaður Porsche jókst um 9% og velta um 8%, en hagnaðurinn nam tæpum 88 milljörðum króna. Enn athygliverðari er hagnaður á hvern seldan bíl en Porsche hagnast um 2,37 milljónir króna á hverjum seldum bíl, sem kostar að meðaltali 13,5 milljónir. Til samanburðar þá hagnast Volkswagen um 151.000 krónur á hverjum seldum bíl, sem kostar að meðaltali 3 milljónir. Volkswagen þarf því að selja 16 bíla á móti hverjum einum Porsche til að krækja í sama hagnað. Með nýendursköpuðum Boxter/Cayman og 911, komandi nýrri kynslóð Panamera, auk nýs 918 Spider og Macan jepplingsins ættu hlutirnir bara að líta enn betur út fyrir Porsche.
Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent