Konur eru lykillinn að auðlegð Bandaríkjanna í framtíðinni, segir Warren Buffett, einn auðugasti maður Bandaríkjanna. Hann segist vera bjartsýnn á efnahagsástandið framundan vegna þess að Bandaríkjamenn séu farnir að gera sér grein fyrir mætti kvenna. Þetta sagði hann í grein sem hann ritaði í Fortune tímaritið.
Buffett segir að auður bandarísku þjóðarinnar hafi orðið til með því að beita aðeins 50% af hæfileikum þjóðarinnar, það er hæfileikum karla. Hann sé þess því fullviss að auðlegð þjóðarinnar muni aukast nú þegar konur sæki fram á atvinnumarkaði.
„Stærsta hluta sögu okkar hafa konur, algerlega óháð getu þeirra og hæfileikum, staðið á hliðarlínunni,“ segir Buffett. Hann bætti því við að það væri bara núna á síðustu árum sem menn hafi reynt að bæta úr þessu.
Það má lesa meira á vefnum USA Today.

