Handbolti

Fram er enginn silfurklúbbur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Framkonur fögnuðu sigrinum í Garðabæ vel og innilega.
Framkonur fögnuðu sigrinum í Garðabæ vel og innilega. Mynd/Stefán
Stella Sigurðardóttir, stórskytta kvennaliðs Fram í handbolta, segir að umræða um að Safamýrarliðið vinni ekkert annað en silfurverðlaun hvetji liðið til dáða.

Fram lagði í kvöld Stjörnuna að velli í spennuþrungnum leik í Mýrinni í Garðabæ. Fyrir vikið er staðan 2-2 í rimmu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn.

Mikil umræða hefur verið um Fram-liðið og getu þess til að klára úrslitaeinvígið með sigri. Talsvert hefur safnast upp af silfurverðlaunum í Safamýri á undanförnum árum.

„Þetta er búið að vera mikið í umræðunni ég held að það espi okkur meira upp þegar fólk tala um að það sé silfuhefð hjá okkur. Við erum alls ekki silfurklúbbur og ætlum að vinna gullið í ár.“

Nánari umfjöllun, viðtöl og myndir úr Garðabænum í kvöld má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×