Mazda RX-7 í fjallaklifri með 750 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 6. maí 2013 11:30 Fjórar Wankel vélar knýja þennan ofuröfluga bíl. Red Bull ökumaðurinn Mike Whiddett prófaði um daginn óvenjulegt fjallaklifur í Nýja Sjálandi með 750 hestöfl að vopni. Þessi hestöfl leynast í breyttum Mazda RX-7 sportbíl með einum fjórum Wankel (Rotary) vélum og því er aldrei skortur á afli í þessum litla bíl. Í fjallaklifrinu var farin ríflega 10 kílómetra leið og hækkunin á leiðinni nam 1.100 metrum. Ekki tók þó ferðin mjög langan tíma, en hún var mynduð í bak og fyrir og alveg þess virði að eyða þremur mínútum í að skoða ökuhæfni bílstjórans og ægifagurt landslag Nýja Sjálands. Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent
Fjórar Wankel vélar knýja þennan ofuröfluga bíl. Red Bull ökumaðurinn Mike Whiddett prófaði um daginn óvenjulegt fjallaklifur í Nýja Sjálandi með 750 hestöfl að vopni. Þessi hestöfl leynast í breyttum Mazda RX-7 sportbíl með einum fjórum Wankel (Rotary) vélum og því er aldrei skortur á afli í þessum litla bíl. Í fjallaklifrinu var farin ríflega 10 kílómetra leið og hækkunin á leiðinni nam 1.100 metrum. Ekki tók þó ferðin mjög langan tíma, en hún var mynduð í bak og fyrir og alveg þess virði að eyða þremur mínútum í að skoða ökuhæfni bílstjórans og ægifagurt landslag Nýja Sjálands.
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent