Fékk 15 punda urriða í Varmá Kristján Hjálmarsson skrifar 6. maí 2013 13:58 Drekinn hans Hrafn. Fiskurinn reyndist vera 78 sentimetrar á lengd og ummál hans 55 sentimetrar. Mynd/Veiðifélagið Kvistir "Þetta hefur verið óvenju gott það sem af er sumri," segir Hrafn H. Hauksson, nítján ára veiðimaður úr Veiðifélaginu Kvistum, sem veiddi 14-15 punda urriða í Varmá þann 1. maí síðastliðinn. "Hann var 78 sentimetrar og með ummál upp á 55 cm og ég náði ekki utan um styrtluna á honum. Hann var vaxinn eins og rugbybolti." Hrafn var þegar búinn að landa fimm fiskum áður en sá stóri beit á. Hann lýsir þessum örlagaríka degi á heimasíðu Kvista:"Eftir að hafa étið nægju mína og skipt um vettlinga ákvað ég að taka nokkur köst til viðbótar með nýjum flugum. Ég var með 3 flugur eins og svo oft áður, allt litlar, svartar eða rauðar flugur.Eftir nokkur köst fór tökuvarinn á kaf og ég brá við. Ég festi í einhverju sem beygði stöngina mikið… virkilega MIKIÐ. Eftir um mínútu algerlega kyrr fer fiskurinn á ferð. Hann færir sig aðeins neðar í hylinn og stekkur. HOLY SH** hvað hann var stór! Ég hafði sett í stóra gæjann á Stöðvarbreiðu. Ég auðvitað spenninst allur upp enda er ég með stærsta urriða sem ég hef sett í fastann í flugunni minni. Þessi mikli höfðingi var ekki ánægður með matinn sinn, ónei! Hann tók nokkkur flottustu stökk sem ég hef séð, urlaðist svoleiðis upp í loftið! Ég var að veiða með 8 punda taum og þetta var mikið stærri fiskur en 8 pund þannig að ég fór mjög varlega. Þennan ætlaði ég ekki að missa!Það tók ágætis tíma að landa fiskinum þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hans til að sleppa. Hann stökk nokkrum sinnum glæsilega en endaði svo á að synda niður úr hylnum og einhverja 100-150 metra niður fyrir hann. Þar tókst mér loksins að landa honum. Þegar ég var kominn með fiskinn í hendurnar varð ég í fyrstu orðlaus en síðan sprakk ég úr hlátri! Hvílíkur fiskur!" Risinn í Varmá er langt frá því að vera eini fiskurinn sem Hrafn hefur veitt í vor. Hann hefur veitt tólf fiska yfir 64 sentimetrum og upp úr, þar af sex yfir 70 sentimetra. Varmá er ein af uppáhaldsám Hrafns og hann byrjar vorveiðina yfirleitt þar sem og í Galtalæk og í Elliðavatni. Eins og gefur að skilja er sumarið vel bókað hjá Hrafni. "Ég hætti að vinna í ágúst og það verður stanslaus veiði frá verslunarmannahelgi og þar til skólinn byrjar. Ég byrja í Svartá, flýg svo vestur á Ísafjörð og veiði mig yfir í Skagafjörð. Svo fer ég í Hafralónsá, stoppa í Hrollu í tvo daga og fer svo þrisvar á Arnarvatnsheiðina. Það má segja að ágúst sé undirlagður veiði." Stangveiði Mest lesið Lokatölur úr flestum ánum komnar í hús Veiði 53 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði 103 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði 79 laxa lokadagur í Eystri Rangá Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Fræðslukvöld SVFR farin í gang Veiði Miðá í Dölum til SVFR Veiði
"Þetta hefur verið óvenju gott það sem af er sumri," segir Hrafn H. Hauksson, nítján ára veiðimaður úr Veiðifélaginu Kvistum, sem veiddi 14-15 punda urriða í Varmá þann 1. maí síðastliðinn. "Hann var 78 sentimetrar og með ummál upp á 55 cm og ég náði ekki utan um styrtluna á honum. Hann var vaxinn eins og rugbybolti." Hrafn var þegar búinn að landa fimm fiskum áður en sá stóri beit á. Hann lýsir þessum örlagaríka degi á heimasíðu Kvista:"Eftir að hafa étið nægju mína og skipt um vettlinga ákvað ég að taka nokkur köst til viðbótar með nýjum flugum. Ég var með 3 flugur eins og svo oft áður, allt litlar, svartar eða rauðar flugur.Eftir nokkur köst fór tökuvarinn á kaf og ég brá við. Ég festi í einhverju sem beygði stöngina mikið… virkilega MIKIÐ. Eftir um mínútu algerlega kyrr fer fiskurinn á ferð. Hann færir sig aðeins neðar í hylinn og stekkur. HOLY SH** hvað hann var stór! Ég hafði sett í stóra gæjann á Stöðvarbreiðu. Ég auðvitað spenninst allur upp enda er ég með stærsta urriða sem ég hef sett í fastann í flugunni minni. Þessi mikli höfðingi var ekki ánægður með matinn sinn, ónei! Hann tók nokkkur flottustu stökk sem ég hef séð, urlaðist svoleiðis upp í loftið! Ég var að veiða með 8 punda taum og þetta var mikið stærri fiskur en 8 pund þannig að ég fór mjög varlega. Þennan ætlaði ég ekki að missa!Það tók ágætis tíma að landa fiskinum þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hans til að sleppa. Hann stökk nokkrum sinnum glæsilega en endaði svo á að synda niður úr hylnum og einhverja 100-150 metra niður fyrir hann. Þar tókst mér loksins að landa honum. Þegar ég var kominn með fiskinn í hendurnar varð ég í fyrstu orðlaus en síðan sprakk ég úr hlátri! Hvílíkur fiskur!" Risinn í Varmá er langt frá því að vera eini fiskurinn sem Hrafn hefur veitt í vor. Hann hefur veitt tólf fiska yfir 64 sentimetrum og upp úr, þar af sex yfir 70 sentimetra. Varmá er ein af uppáhaldsám Hrafns og hann byrjar vorveiðina yfirleitt þar sem og í Galtalæk og í Elliðavatni. Eins og gefur að skilja er sumarið vel bókað hjá Hrafni. "Ég hætti að vinna í ágúst og það verður stanslaus veiði frá verslunarmannahelgi og þar til skólinn byrjar. Ég byrja í Svartá, flýg svo vestur á Ísafjörð og veiði mig yfir í Skagafjörð. Svo fer ég í Hafralónsá, stoppa í Hrollu í tvo daga og fer svo þrisvar á Arnarvatnsheiðina. Það má segja að ágúst sé undirlagður veiði."
Stangveiði Mest lesið Lokatölur úr flestum ánum komnar í hús Veiði 53 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði 103 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði 79 laxa lokadagur í Eystri Rangá Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Fræðslukvöld SVFR farin í gang Veiði Miðá í Dölum til SVFR Veiði