Ford sækir á í tvinnbílasölu Finnur Thorlacius skrifar 7. maí 2013 17:00 Ford C-Max Hybrid Með 18% Hybrid markaðarins í BNA en var 3% í fyrra. Í Bandaríkjunum tengja flestir orðið Hybrid, eða tvinnbíll við Toyota. Það mun þó kannski breytast á næstunni því Ford sækir nú ógnarhratt fram með Ford Mondeo Hybrid og Ford C-Max Hybrid og seldust þeir gríðarvel í nýliðnum apríl. Ford Mondeo Hybrid seldist í 3.989 eintökum og örlítið minna af Ford C-Max. Á meðan seldust 3.257 Toyota Camry Hybrid en Toyota Prius heldur þó enn fyrsta sætinu. Sala Toyota Camry Hybrid minnkaði milli ára um 26% og Toyota Prius um 21%. Ford er nú með 18% Hybrid markaðarins í Bandaríkjunum en var aðeins með 3% í fyrra, svo sókn þeirra er sannarlega hröð. Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent
Með 18% Hybrid markaðarins í BNA en var 3% í fyrra. Í Bandaríkjunum tengja flestir orðið Hybrid, eða tvinnbíll við Toyota. Það mun þó kannski breytast á næstunni því Ford sækir nú ógnarhratt fram með Ford Mondeo Hybrid og Ford C-Max Hybrid og seldust þeir gríðarvel í nýliðnum apríl. Ford Mondeo Hybrid seldist í 3.989 eintökum og örlítið minna af Ford C-Max. Á meðan seldust 3.257 Toyota Camry Hybrid en Toyota Prius heldur þó enn fyrsta sætinu. Sala Toyota Camry Hybrid minnkaði milli ára um 26% og Toyota Prius um 21%. Ford er nú með 18% Hybrid markaðarins í Bandaríkjunum en var aðeins með 3% í fyrra, svo sókn þeirra er sannarlega hröð.
Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent