Soros hagnaðist um milljarða á að skortselja ástralska dollarann 8. maí 2013 09:12 Auðjöfurinn George Soros hagnaðist um milljarða króna á aðeins 36 klukkustundum með því að skortselja ástralska dollara skömmu áður en seðlabanki Ástralíu tilkynnti um lækkun á stýrivöxtum sínum. Í erlendum viðskiptamiðlum er talað um mesta gjaldeyrisveðmál í sögu ástralska dollarans. Á vefsíðu Sydney Morning Herald segir að Soros hafi lagt milljarð dollara undir í skortstöðinni í upphafi vikunnar og hafi hagnast um 19 milljónir dollara eða yfir 2 milljarða króna á fyrrgreindu tímabili. Soros veðjaði á að gengi ástralska dollarans myndi veikjast í kjölfar vaxtalækkunarinnar eins og gerðist. Þar að auki er orðrómur í gangi um að Soros hafi fengið þrjá ólíka banka til að veðja gegn sér þannig að hann hafi uppskorið tæplega 60 milljónir dollara á veðmálinu. Á vefsíðunni segir að þetta sé ekki slæmt fyrir mann sem talinn var látinn fyrir þremur vikum síðan. George Soros er ekki ókunnur stórum veðmálum á gjaldeyrismarkaðinum. Hann er þekktur í sögunni fyrir að hafa komið Englandsbanka á hnéin árið 1992 með gífurlegri skortstöðu gegn breska pundinu þar sem hann veðjaði að pundið myndi veikjast verulega gegn þýska markinu. Talið er að hann hafi hagnast um 1,8 milljarða dollara á þessu veðmáli en Englandsbanki reyndi að halda gengi pundsins uppi en án árangurs. Loksins þurfti bankinn að játa sig sigraðan þann 16. september árið 1992 en sá dagur hefur síðan gengið undir nafninu "Svarti miðvikudagurinn" í breskri viðskiptasögu enda má segja að pundið hafi hrapað í verði þann dag. Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Auðjöfurinn George Soros hagnaðist um milljarða króna á aðeins 36 klukkustundum með því að skortselja ástralska dollara skömmu áður en seðlabanki Ástralíu tilkynnti um lækkun á stýrivöxtum sínum. Í erlendum viðskiptamiðlum er talað um mesta gjaldeyrisveðmál í sögu ástralska dollarans. Á vefsíðu Sydney Morning Herald segir að Soros hafi lagt milljarð dollara undir í skortstöðinni í upphafi vikunnar og hafi hagnast um 19 milljónir dollara eða yfir 2 milljarða króna á fyrrgreindu tímabili. Soros veðjaði á að gengi ástralska dollarans myndi veikjast í kjölfar vaxtalækkunarinnar eins og gerðist. Þar að auki er orðrómur í gangi um að Soros hafi fengið þrjá ólíka banka til að veðja gegn sér þannig að hann hafi uppskorið tæplega 60 milljónir dollara á veðmálinu. Á vefsíðunni segir að þetta sé ekki slæmt fyrir mann sem talinn var látinn fyrir þremur vikum síðan. George Soros er ekki ókunnur stórum veðmálum á gjaldeyrismarkaðinum. Hann er þekktur í sögunni fyrir að hafa komið Englandsbanka á hnéin árið 1992 með gífurlegri skortstöðu gegn breska pundinu þar sem hann veðjaði að pundið myndi veikjast verulega gegn þýska markinu. Talið er að hann hafi hagnast um 1,8 milljarða dollara á þessu veðmáli en Englandsbanki reyndi að halda gengi pundsins uppi en án árangurs. Loksins þurfti bankinn að játa sig sigraðan þann 16. september árið 1992 en sá dagur hefur síðan gengið undir nafninu "Svarti miðvikudagurinn" í breskri viðskiptasögu enda má segja að pundið hafi hrapað í verði þann dag.
Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent