Bieber fékk 6 hraðasektir í Dubai Finnur Thorlacius skrifar 9. maí 2013 13:44 Eins ágætur söngvari og Kanadabúinn og ungmeyjartryllirinn Justin Bieber er virðist hann slæmur ökumaður. Á ferð sinni um olíuríkið Dubai um daginn raðaði hann upp hraðasektum sem virðist þó skiljanlegt í ljósi hvers konar bíl hann ók þar. Bíllinn sá er Lamborghini Aventador og er í eigu söngvarans unga. Í Dubai eru margar hraðamyndavélar við þjóðvegina og tóku þær myndir ótt og títt af Bieber, eins og hann á reyndar að venjast á ferðum sínum. Þessar myndir voru þó ekki til þess eins að hengja upp á vegg heldur verða notaðar til að minnka ríkidæmi ungstirnisins. Að auki varð lögreglan í Dubai vitni af hraðakstri Bieber og reyndi að stöðva hann án árangurs, en bíll Biebers er líklega hraðskreiðari en flestir bílar lögreglunnar. Þó herma fréttir að lögreglan þar í landi eigi einn eins bíl og Bieber, Lamborghini Aventador, auk Aston Martin bíls. Það skal virt Bieber til vorkunnar að hraðaksturinn var ekki til einskis en hann var víst orðinn alltof seinn til eigin tónleika.Lamborghini Aventador Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður
Eins ágætur söngvari og Kanadabúinn og ungmeyjartryllirinn Justin Bieber er virðist hann slæmur ökumaður. Á ferð sinni um olíuríkið Dubai um daginn raðaði hann upp hraðasektum sem virðist þó skiljanlegt í ljósi hvers konar bíl hann ók þar. Bíllinn sá er Lamborghini Aventador og er í eigu söngvarans unga. Í Dubai eru margar hraðamyndavélar við þjóðvegina og tóku þær myndir ótt og títt af Bieber, eins og hann á reyndar að venjast á ferðum sínum. Þessar myndir voru þó ekki til þess eins að hengja upp á vegg heldur verða notaðar til að minnka ríkidæmi ungstirnisins. Að auki varð lögreglan í Dubai vitni af hraðakstri Bieber og reyndi að stöðva hann án árangurs, en bíll Biebers er líklega hraðskreiðari en flestir bílar lögreglunnar. Þó herma fréttir að lögreglan þar í landi eigi einn eins bíl og Bieber, Lamborghini Aventador, auk Aston Martin bíls. Það skal virt Bieber til vorkunnar að hraðaksturinn var ekki til einskis en hann var víst orðinn alltof seinn til eigin tónleika.Lamborghini Aventador
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður