Mercedes Benz og Aston Martin í samstarf Finnur Thorlacius skrifar 9. maí 2013 16:20 Aston martin Vanquish Hafnar eru viðræður milli Mercedes Benz og Aston Martin um samstarf í tækniþróun og samnýtingu íhluta og birgja. Með samstarfinu ætla bæði fyrirtæki að lækka kostnað við þróun nýrra bíla en mjög kostnaðarsamt er að hanna og þróa nýja bíla og selja þarf marga slíka til að bera kostnaðinn. Það á ekki svo vel við margar af dýrari gerðir bíla beggja framleiðendanna. Ekki hefur verið skrifað undir samning milli þeirra enn þó viðræður bendi til að til samstarfs verði stofnað. Aston Martin greindi frá því í janúar að fyrirtækið áformi að leggja til 500 milljón pund til þróunar nýrra bíla á næstu 4 árum í samkeppninni við Bentley, Ferrari og Maserati. Ef til vill lækkar sú tala með samstarfinu við Mercedes Benz og bílar Aston Martin verða samkeppnishæfari fyrir vikið. Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent
Hafnar eru viðræður milli Mercedes Benz og Aston Martin um samstarf í tækniþróun og samnýtingu íhluta og birgja. Með samstarfinu ætla bæði fyrirtæki að lækka kostnað við þróun nýrra bíla en mjög kostnaðarsamt er að hanna og þróa nýja bíla og selja þarf marga slíka til að bera kostnaðinn. Það á ekki svo vel við margar af dýrari gerðir bíla beggja framleiðendanna. Ekki hefur verið skrifað undir samning milli þeirra enn þó viðræður bendi til að til samstarfs verði stofnað. Aston Martin greindi frá því í janúar að fyrirtækið áformi að leggja til 500 milljón pund til þróunar nýrra bíla á næstu 4 árum í samkeppninni við Bentley, Ferrari og Maserati. Ef til vill lækkar sú tala með samstarfinu við Mercedes Benz og bílar Aston Martin verða samkeppnishæfari fyrir vikið.
Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent