Endurfæddur Ford Escort Finnur Thorlacius skrifar 20. apríl 2013 10:15 Ódýr bíll í C-flokki sem stefnt verður á Kínamarkað. Nú stendur yfir árleg bílasýning í kínversku borginni Shanghai og einn af senuþjófunum þar er nýr bíll frá Ford, ef hægt er að kalla Ford Escort nýjan bíl! Ford Escort var afar vinsæll bíll hér á árum áður og algeng sjón á götum landsins, en framleiðslu bílsins var hætt árið 2000. Síðan þá hafa Focus og Fiest bílar Ford fyllt skarð Escort og það með góðum árangri. Þessi nýi Escort fellur í C-stærðarflokk bíla og hann á að verða ódýr bíll sem alls ekki er hlaðinn lúxus, heldur lágstemmdur, hagkvæmur og góð kaup. Ekki liggur margt fyrir um þennan bíl, en einsýnt er að honum verður stefnt á Kínamarkað og alls ekki víst að hann sjáist utan Asíu. Líklega verður hann með minni vél en tveggja lítra og hestaflatalan í minna lagi. Það er ef til vill nokkuð einkennilegt að Ford ætli að bæta við bíl í C-flokki í Kína, þar sem Focus hefur farnast mjög vel og var reyndar söluhæsta eina bílgerðin þar eins og reyndar í öllum heiminum. Því kemur aðeins eitt til, að bíllinn eigi að vera talsvert ódýrari og keppa við ódýra kínverska bíla. Ford hefur staðið sig mjög vel í Kína á undaförnum árum og áætlanir fyrirtækisins þar eru stórvaxnar. Áður en árið 2015 verður á enda mun Ford opna 7 nýjar verksmiðjur í Asíu og verða 5 þeirra í Kína og munu þær geta framleitt 2,7 milljón bíla á ári. Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent
Ódýr bíll í C-flokki sem stefnt verður á Kínamarkað. Nú stendur yfir árleg bílasýning í kínversku borginni Shanghai og einn af senuþjófunum þar er nýr bíll frá Ford, ef hægt er að kalla Ford Escort nýjan bíl! Ford Escort var afar vinsæll bíll hér á árum áður og algeng sjón á götum landsins, en framleiðslu bílsins var hætt árið 2000. Síðan þá hafa Focus og Fiest bílar Ford fyllt skarð Escort og það með góðum árangri. Þessi nýi Escort fellur í C-stærðarflokk bíla og hann á að verða ódýr bíll sem alls ekki er hlaðinn lúxus, heldur lágstemmdur, hagkvæmur og góð kaup. Ekki liggur margt fyrir um þennan bíl, en einsýnt er að honum verður stefnt á Kínamarkað og alls ekki víst að hann sjáist utan Asíu. Líklega verður hann með minni vél en tveggja lítra og hestaflatalan í minna lagi. Það er ef til vill nokkuð einkennilegt að Ford ætli að bæta við bíl í C-flokki í Kína, þar sem Focus hefur farnast mjög vel og var reyndar söluhæsta eina bílgerðin þar eins og reyndar í öllum heiminum. Því kemur aðeins eitt til, að bíllinn eigi að vera talsvert ódýrari og keppa við ódýra kínverska bíla. Ford hefur staðið sig mjög vel í Kína á undaförnum árum og áætlanir fyrirtækisins þar eru stórvaxnar. Áður en árið 2015 verður á enda mun Ford opna 7 nýjar verksmiðjur í Asíu og verða 5 þeirra í Kína og munu þær geta framleitt 2,7 milljón bíla á ári.
Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent