Fisker tapaði 557.000 dollurum á hverjum seldum bíl Finnur Thorlacius skrifar 21. apríl 2013 08:45 Seldu 2.500 Fisker Karma bíla en þróunar- og framleiðslkostnaðurinn var gegndarlaus. Rafmagnsbílaframleiðandinn Fisker er nú í gjladþrotameðferð og eru nú flest kurl komin til grafar varðandi fjárhag þess og kostnað við smíði þeirra 2.500 bíla sem það seldi fram að gjaldþrotinu. Það eru nokkuð sláandi upplýsingar því komið hefur í ljós að á hverjum seldum Fisker Karma bíl tapaði fyrirtækið 557.000 dollurum, eða tæpum 66 milljónum króna. Þetta má finna út með því að leggja saman þá 193 milljón dollar sem Fisker fékk að láni frá Bandarísku ríkisstjórninni og annað rekstrarfé og deila því svo í þá 2.500 bíla sem Fisker smíðaði frá upphafi til enda. Það er kannski ekki nema vona að hið opinbera í Bandaríkjunum hafi skrúfað á endanum fyrir fjármagn til Fisker þrátt fyrir allan þann góða vilja sem stjórnvöld bera til smíði umhverfisvænna bíla. Hvern Fisker Karma bíl seldi Fisker á um 100.000 dollara, svo það fékk á bilinu einn sjötta til sjöunda af þeim kostnaði sem lagt var í hvern bíl. Sú hefði kannski ekki orðið raunin ef Fisker hefði framleitt fleiri bíla, hvað þá ef þeir hefðu talið í tug- eða hundruðþúsunda tali. En þetta varð hin dapra niðurstaða uppgjörs Fisker. Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent
Seldu 2.500 Fisker Karma bíla en þróunar- og framleiðslkostnaðurinn var gegndarlaus. Rafmagnsbílaframleiðandinn Fisker er nú í gjladþrotameðferð og eru nú flest kurl komin til grafar varðandi fjárhag þess og kostnað við smíði þeirra 2.500 bíla sem það seldi fram að gjaldþrotinu. Það eru nokkuð sláandi upplýsingar því komið hefur í ljós að á hverjum seldum Fisker Karma bíl tapaði fyrirtækið 557.000 dollurum, eða tæpum 66 milljónum króna. Þetta má finna út með því að leggja saman þá 193 milljón dollar sem Fisker fékk að láni frá Bandarísku ríkisstjórninni og annað rekstrarfé og deila því svo í þá 2.500 bíla sem Fisker smíðaði frá upphafi til enda. Það er kannski ekki nema vona að hið opinbera í Bandaríkjunum hafi skrúfað á endanum fyrir fjármagn til Fisker þrátt fyrir allan þann góða vilja sem stjórnvöld bera til smíði umhverfisvænna bíla. Hvern Fisker Karma bíl seldi Fisker á um 100.000 dollara, svo það fékk á bilinu einn sjötta til sjöunda af þeim kostnaði sem lagt var í hvern bíl. Sú hefði kannski ekki orðið raunin ef Fisker hefði framleitt fleiri bíla, hvað þá ef þeir hefðu talið í tug- eða hundruðþúsunda tali. En þetta varð hin dapra niðurstaða uppgjörs Fisker.
Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent