Svalur Nissan í Shanghai Finnur Thorlacius skrifar 22. apríl 2013 08:45 Útlitið er talsvert svalara en undarlegt nafnið á honum. Hann lítur mun betur út en nafnið segir til um og það tækist fáum öðrum en Japönum að búa til svo glatað nafn á bíl, en hann heitir Friend-Me og er nú sýndur á bílasýningunni í Shanghai í Kína. Að utan er eins og hann sé formaður af öldum og línurnar ári flottar. Þessi bíll er í C-stærðarflokki og honum verður beint sérlega að Kínamarkaði, ekki síst að einbirniskynslóðinni sem stjórnvöldum í Kína hefur tekist að búa til með ströngum fæðingalögum. Sérstakt lakk bílsins á að stirna af á kvöldin og áhrif áberandi ljósa eiga að auka á gleðina og glæsileikann. Ef til vill er bíllinn enn athygliverðari að innan en hann er með engan bita milli hurðanna og opnast hurðirnar í sitthvora áttina (suicide doors). Pláss er einungis fyrir fjóra og sætin öll eins. Allir farþegar hafa jafnan aðgang að tækniundrum bílsins og geta til að mynda allir hlaðið tónlist af símum sínum eða Ipod í hljóðkerfi bílsins. Með því vill Nissan eyða einokun einhvers eins á tónlist þeirri sem í bílnum er notið.Ekki síður glæsilegur að innanEnginn biti milli hurða, eins og á Ford B-Max Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent
Útlitið er talsvert svalara en undarlegt nafnið á honum. Hann lítur mun betur út en nafnið segir til um og það tækist fáum öðrum en Japönum að búa til svo glatað nafn á bíl, en hann heitir Friend-Me og er nú sýndur á bílasýningunni í Shanghai í Kína. Að utan er eins og hann sé formaður af öldum og línurnar ári flottar. Þessi bíll er í C-stærðarflokki og honum verður beint sérlega að Kínamarkaði, ekki síst að einbirniskynslóðinni sem stjórnvöldum í Kína hefur tekist að búa til með ströngum fæðingalögum. Sérstakt lakk bílsins á að stirna af á kvöldin og áhrif áberandi ljósa eiga að auka á gleðina og glæsileikann. Ef til vill er bíllinn enn athygliverðari að innan en hann er með engan bita milli hurðanna og opnast hurðirnar í sitthvora áttina (suicide doors). Pláss er einungis fyrir fjóra og sætin öll eins. Allir farþegar hafa jafnan aðgang að tækniundrum bílsins og geta til að mynda allir hlaðið tónlist af símum sínum eða Ipod í hljóðkerfi bílsins. Með því vill Nissan eyða einokun einhvers eins á tónlist þeirri sem í bílnum er notið.Ekki síður glæsilegur að innanEnginn biti milli hurða, eins og á Ford B-Max
Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent