Mercedes Benz uppfærir Unimog 23. apríl 2013 15:30 Hefur fengið nýtt nafnakerfi og tvær nýjar dísilvélar. Það eru varla til þær torfærur sem trukkurinn Unimog frá Mercedes Benz ekki kemst yfir og þónokkuð margir þeirra eru til hér á landi. Alla bíla þarf þó að uppfæra og aðlaga nýjum mengunarreglum og stutt er í gildistöku EURO 6 mengunarstaðalsins. Því hefur Benz þurft að enduhanna Unimog flota sinn en að auki hafa bílarnir fengið nýtt nafnakerfi. U stendur fyrir Unimog en næsti tölustafur stendur fyrir stærð bílsins og þeir tveir síðustu fyrir vélarafl. Því er U216 af frekar nettri gerð og með 160 hestafla vél en U530 er mun stærri bíll með 300 hestafla vél. Talsverðar útlitsbreytingar hafa einnig orðið á bílunum og hefur hann fengið að miklum leiti nýjan framenda. Allar gerðir Unimog uppfylla nú EURO6 mengunarstaðalinn sem tekur gildi í september á næsta ári. Tvær nýjar vélar er nú að finna í Unimog, 5,1 lítra dísilvél með forþjöppu sem finna má í gerðunum U216, U218, U318 og U423. Einnig er komin 7,7 lítra dísilvél með forþjöppu sem finna má í U427, U430, U527 og U530 gerðunum. Gírkassinn í þessum bílum hefur 8 gíra áfram og 6 afturábak og hann er “hálf”-sjálfskiptur. Einnig eru bílarnir með hátt og lágt drif. Bílarnir eru talsvert breyttir að innan og mælaborðið er gerólíkt forveranum. Unimog er seldur í 130 löndum. Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent
Hefur fengið nýtt nafnakerfi og tvær nýjar dísilvélar. Það eru varla til þær torfærur sem trukkurinn Unimog frá Mercedes Benz ekki kemst yfir og þónokkuð margir þeirra eru til hér á landi. Alla bíla þarf þó að uppfæra og aðlaga nýjum mengunarreglum og stutt er í gildistöku EURO 6 mengunarstaðalsins. Því hefur Benz þurft að enduhanna Unimog flota sinn en að auki hafa bílarnir fengið nýtt nafnakerfi. U stendur fyrir Unimog en næsti tölustafur stendur fyrir stærð bílsins og þeir tveir síðustu fyrir vélarafl. Því er U216 af frekar nettri gerð og með 160 hestafla vél en U530 er mun stærri bíll með 300 hestafla vél. Talsverðar útlitsbreytingar hafa einnig orðið á bílunum og hefur hann fengið að miklum leiti nýjan framenda. Allar gerðir Unimog uppfylla nú EURO6 mengunarstaðalinn sem tekur gildi í september á næsta ári. Tvær nýjar vélar er nú að finna í Unimog, 5,1 lítra dísilvél með forþjöppu sem finna má í gerðunum U216, U218, U318 og U423. Einnig er komin 7,7 lítra dísilvél með forþjöppu sem finna má í U427, U430, U527 og U530 gerðunum. Gírkassinn í þessum bílum hefur 8 gíra áfram og 6 afturábak og hann er “hálf”-sjálfskiptur. Einnig eru bílarnir með hátt og lágt drif. Bílarnir eru talsvert breyttir að innan og mælaborðið er gerólíkt forveranum. Unimog er seldur í 130 löndum.
Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent