FIH bankinn notaði huldufélag til að leyna miklu tapi á fasteignalánum 22. apríl 2013 09:42 FIH bankinn notaði huldufélag til þess að leyna miklu tapi sínu á fasteignalánum sínum á síðustu árum. Í dönskum fjölmiðlum kemur fram að þessari upplýsingar hafi komið í ljós eftir að bankasýsla Danmerkur yfirtók ónýt og léleg fasteignalán frá bankanum að nafnvirði um 17 milljarða danskra króna í fyrra. FIH bankinn mun hafa notað þetta huldufélag til þess að bjóða í eignir sem bankinn setti á nauðungaruppboð og lágmarka þannig tap bankans af þessum eignum. Fram kemur að huldufélagi þessu hafi verið haldið gangandi af FIH bankanum þrátt fyrir mikið tap þess og blóðrauðar tölur í bókhaldinu. Bankasýsla Danmerkur gerir þá kröfu að huldufélagið, sem heitir A/S af 14/6 1995, verði skráð sem dótturfélag FIH bankans. Við það myndi slæm fjárhagsstaða bankans versna enn frekar en orðið er. Eins og fram hefur komið í fréttum mun Seðlabanki Íslands sennilega tapa yfir helmingi af þeim 5 milljörðum danskra króna sem Seðlabankinn átti að fá fyrir söluna á FIH bankanum. Söluverðið var m.a. bundið við gengi FIH fram til ársloka 2014. Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
FIH bankinn notaði huldufélag til þess að leyna miklu tapi sínu á fasteignalánum sínum á síðustu árum. Í dönskum fjölmiðlum kemur fram að þessari upplýsingar hafi komið í ljós eftir að bankasýsla Danmerkur yfirtók ónýt og léleg fasteignalán frá bankanum að nafnvirði um 17 milljarða danskra króna í fyrra. FIH bankinn mun hafa notað þetta huldufélag til þess að bjóða í eignir sem bankinn setti á nauðungaruppboð og lágmarka þannig tap bankans af þessum eignum. Fram kemur að huldufélagi þessu hafi verið haldið gangandi af FIH bankanum þrátt fyrir mikið tap þess og blóðrauðar tölur í bókhaldinu. Bankasýsla Danmerkur gerir þá kröfu að huldufélagið, sem heitir A/S af 14/6 1995, verði skráð sem dótturfélag FIH bankans. Við það myndi slæm fjárhagsstaða bankans versna enn frekar en orðið er. Eins og fram hefur komið í fréttum mun Seðlabanki Íslands sennilega tapa yfir helmingi af þeim 5 milljörðum danskra króna sem Seðlabankinn átti að fá fyrir söluna á FIH bankanum. Söluverðið var m.a. bundið við gengi FIH fram til ársloka 2014.
Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent