Fjöldauppsagnir eru í gangi hjá Deloitte í Danmörku sem er stærsta endurskoðenda- og ráðgjafaskrifstofa landsins.
Uppsagnirnar hófust í morgun en alls mun 110 starfsmönnum Deloitte verða sagt upp eða um 5% af 2.300 starfsmönnum skrifstofunnar í Danmörku.
Fjallað er um málið á vefsíðu börsen sem segist hafa fengið þessar upplýsingar staðfestar fyrr í dag.
Uppsagnir þessar ná til allra 20 starfsstöðva Deloitte í Danmörku og eru gerðar í sparnaðar- og hagræðingarskyni.
