Frambjóðendur ræða ekki lækkun ríkisskulda og stöðugt verðlag 24. apríl 2013 13:46 Sé litið til umræðunnar í kosningabaráttunni og loforða og áherslna frambjóðenda kemur í ljós að lítil áhersla er lögð á þau viðfangsefni stjórnvalda í efnahagsmálum sem ættu að skipta mestu máli; þ.e. lækkun skulda ríkissjóðs og stöðugt verðlag. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans þar sem rætt er um kosningaloforð þeirra sex flokka sem búast má við að nái mönnum á þing í komandi kosningum, það er miðað við niðurstöður skoðanakannanna að undanförnu. "Áherslurnar virðast hvorki beinast að rót þeirra vandamála sem helst eru uppi í hagkerfinu né þeim úrlausnum sem nauðsynlegar eru í því sambandi. Mikið er hinsvegar rætt um leiðir til að vinna á beinum og óbeinum afleiðingum þeirra. Ef litið er til loforða þeirra framboða sem líklegt er að nái þingsæti kemur í ljós að stór hluti þeirra snýr að húsnæðismálum," segir í Hagsjánni. "Ef spurt er hver hafa verið stærstu vandamálin í íslensku efnahagslífi á síðustu árum eru verðbólga og óstöðugleiki framarlega í flokki. Nátengdur þessum tveimur þáttum er óstöðugur gjaldmiðill. Orsaka flestra þeirra vandamála sem verið er að ræða í kosningarbaráttunni er að finna í þessum þremur þáttum. Kosningabaráttan snýst því að miklu leyti um afleiðingar vandamála en ekki orsakir. Til lengri tíma litið hlýtur að vera mikilvægast að uppræta orsakirnar því öðruvísi verða afleiðingarnar ávallt þær sömu og sama vandamál kemur upp aftur og aftur. Skuldastaða heimilanna, þótt slæm sé, er fyrst og fremst afleiðing óhóflegrar verðbólgu og tiltölulega hárra verðtryggðra vaxta en ekki t.d. verðtryggingar eins og margir hafa haldið fram. Almennt má því segja að kosningaloforð fyrir kosningarnar 27. apríl gangi í öfuga átt m.v. eitt brýnasta úrlausnarefni samtímans; að lækka skuldir ríkissjóðs. Mörg þeirra ganga að auki í berhögg við baráttuna við verðbólguna og viðleitni til þess að koma á meiri stöðugleika. En Íslendingar vita vel að loforð í kosningum eru bara orð en ekki efndir, þannig að ekki er víst að allir þeir neikvæðu spádómar sem hér eru settir fram verði að veruleika." Kosningar 2013 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Sé litið til umræðunnar í kosningabaráttunni og loforða og áherslna frambjóðenda kemur í ljós að lítil áhersla er lögð á þau viðfangsefni stjórnvalda í efnahagsmálum sem ættu að skipta mestu máli; þ.e. lækkun skulda ríkissjóðs og stöðugt verðlag. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans þar sem rætt er um kosningaloforð þeirra sex flokka sem búast má við að nái mönnum á þing í komandi kosningum, það er miðað við niðurstöður skoðanakannanna að undanförnu. "Áherslurnar virðast hvorki beinast að rót þeirra vandamála sem helst eru uppi í hagkerfinu né þeim úrlausnum sem nauðsynlegar eru í því sambandi. Mikið er hinsvegar rætt um leiðir til að vinna á beinum og óbeinum afleiðingum þeirra. Ef litið er til loforða þeirra framboða sem líklegt er að nái þingsæti kemur í ljós að stór hluti þeirra snýr að húsnæðismálum," segir í Hagsjánni. "Ef spurt er hver hafa verið stærstu vandamálin í íslensku efnahagslífi á síðustu árum eru verðbólga og óstöðugleiki framarlega í flokki. Nátengdur þessum tveimur þáttum er óstöðugur gjaldmiðill. Orsaka flestra þeirra vandamála sem verið er að ræða í kosningarbaráttunni er að finna í þessum þremur þáttum. Kosningabaráttan snýst því að miklu leyti um afleiðingar vandamála en ekki orsakir. Til lengri tíma litið hlýtur að vera mikilvægast að uppræta orsakirnar því öðruvísi verða afleiðingarnar ávallt þær sömu og sama vandamál kemur upp aftur og aftur. Skuldastaða heimilanna, þótt slæm sé, er fyrst og fremst afleiðing óhóflegrar verðbólgu og tiltölulega hárra verðtryggðra vaxta en ekki t.d. verðtryggingar eins og margir hafa haldið fram. Almennt má því segja að kosningaloforð fyrir kosningarnar 27. apríl gangi í öfuga átt m.v. eitt brýnasta úrlausnarefni samtímans; að lækka skuldir ríkissjóðs. Mörg þeirra ganga að auki í berhögg við baráttuna við verðbólguna og viðleitni til þess að koma á meiri stöðugleika. En Íslendingar vita vel að loforð í kosningum eru bara orð en ekki efndir, þannig að ekki er víst að allir þeir neikvæðu spádómar sem hér eru settir fram verði að veruleika."
Kosningar 2013 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira