Hagnaður Volkswagen og Daimler minnkar Finnur Thorlacius skrifar 24. apríl 2013 16:03 Ætli nýr Golf eigi ekki vænan hlut í hagnaði Volkswagen? Var 155% meiri hjá Volkswagen en Daimler fyrsta ársfjórðunginn. Erfiður Evrópumarkaður og miklar fjárfestingar í nýjum bílum minnkaði hagnað Volkswagen á fyrsta ársfjórðungi um 26% frá því í fyrra. Samt ætlar VW ekki að lækka hagnaðarspá fyrirtækisins fyrir allt árið sem kveður á um sama hagnað og í fyrra, 11,5 milljarð Evra. Hagnaðurinn nú var 2,34 milljarðar Evra, eða 358 milljarðar króna. Velta VW féll 1,6% milli ára en kostnaður jókst. Sala allrar VW samstæðunnar með sín 12 merki nam 864.400 bílum í mars einum. Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz, upplifði enn meira fall hagnaðar, eða um 56%. Daimler náði 917 milljón Evra hagnaði en á sama tíma í fyrra 2,1 milljarði Evra. Veltan dróst saman um 3% hjá Mercedes og á hinum mikilvæga markaði í Kína var samdrátturinn 11%. Það var þó hinn erfiði Evrópumarkaður sem stærstan þátt á í minnkaðri sölu og hagnaði, en hann skrapp í heildina saman um 9,7% og um 13% í Þýskalandi. Jákvæðu fréttirnar fyrir Mercedes Benz í Evrópu eru helst þær að í mars jókst salan þar um 0,8% en minnkaði um 4,5% hjá BMW og 15,0% hjá Audi. Mercedes Benz er aðeins á eftir keppinautunum BMW og Audi í sölu, en á fyrsta ársfjórðungnum seldi Mercedes 324.898 bíla, Audi 369.500 og BMW 381.404 eintök. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent
Var 155% meiri hjá Volkswagen en Daimler fyrsta ársfjórðunginn. Erfiður Evrópumarkaður og miklar fjárfestingar í nýjum bílum minnkaði hagnað Volkswagen á fyrsta ársfjórðungi um 26% frá því í fyrra. Samt ætlar VW ekki að lækka hagnaðarspá fyrirtækisins fyrir allt árið sem kveður á um sama hagnað og í fyrra, 11,5 milljarð Evra. Hagnaðurinn nú var 2,34 milljarðar Evra, eða 358 milljarðar króna. Velta VW féll 1,6% milli ára en kostnaður jókst. Sala allrar VW samstæðunnar með sín 12 merki nam 864.400 bílum í mars einum. Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz, upplifði enn meira fall hagnaðar, eða um 56%. Daimler náði 917 milljón Evra hagnaði en á sama tíma í fyrra 2,1 milljarði Evra. Veltan dróst saman um 3% hjá Mercedes og á hinum mikilvæga markaði í Kína var samdrátturinn 11%. Það var þó hinn erfiði Evrópumarkaður sem stærstan þátt á í minnkaðri sölu og hagnaði, en hann skrapp í heildina saman um 9,7% og um 13% í Þýskalandi. Jákvæðu fréttirnar fyrir Mercedes Benz í Evrópu eru helst þær að í mars jókst salan þar um 0,8% en minnkaði um 4,5% hjá BMW og 15,0% hjá Audi. Mercedes Benz er aðeins á eftir keppinautunum BMW og Audi í sölu, en á fyrsta ársfjórðungnum seldi Mercedes 324.898 bíla, Audi 369.500 og BMW 381.404 eintök.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent