Segir evruna eiga fimm ár eftir ólifað Jóhannes Stefánsson skrifar 24. apríl 2013 16:43 Efnahagslegir erfiðleikar hafa hrjáð evrusvæðið Mynd/ Getty Dr. Kai Konrad, formaður ráðgjafarnefndar í þýska fjármálaráðuneytinu gaf frá sér harðorð ummæli um evruna þegar hann sagði: „Evrópa skiptir mig máli. Evran gerir það ekki. Ég held að evran eigi sér takmarkaðar lífslíkur." Aðspurður hvort hann teldi gjaldmiðilinn munu endast í fimm ár, sagði hagfræðingurinn: „Það er erfitt að áætla afmörkuð tímamörk, enda veltur það á mörgum þáttum. Fimm ár hljómar raunhæft." Þessi neikvæðu ummæli háttsetts aðila í Þýskalandi ganga í berhögg við afstöðu þýskra stjórnvalda þess efnis að mikilvægt sé að halda evrunni sem gjaldmiðli til heilla fyrir öll lönd Evrópu. Dr. Konrad lét ummælin falla í viðtali við Welt am Sonntag um fjármálaerfiðleika Evrópu. Ráðgjafinn sagði: „Ekkert land getur hlaðið upp skuldum án þess að eiga hættu á því að fjárfestar kippi úr sambandi. Það er hagur hvers og eins lands að halda skuldum sínum eins lágum og hægt er." Dr. Konrad bætti svo við „Hvar þessi mörk liggja er metið í hverju tilfelli fyrir sig. Það veltur meðal annars á þáttum eins og hagvexti og fólksfjölgun. Dr. Konrad telur að lönd eigi að hafa frelsi til þess að safna skuldum, svo lengi sem þeim væri ekki velt yfir á þegna annarra landa. Þetta sagði Konrad í kjölfar þess að viðmælandi hans gaf í skyn að hann væri að mæla fyrir auknu sjálfstæði og minni miðstýringu. Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, hefur alltaf haldið því fram að hún vilji viðhalda evrunni sem mynt allrar Evrópu í þeirri mynd sem hún er nú. Í ræðu sinni í þýska þinginu fyrir tveimur árum síðan sagði hún við þingmenn: „Enginn ætti að ganga að öðrum 50 árum af frið og farsæld í Evrópu sem vísum... þess vegna segi ég: Ef evran fellur, fellur Evrópa." Opinber afstaða þýskra yfirvalda er að evran sé nauðsynleg fyrir farsæld hinnar útflutningsmiðuðu þjóðar. Í stað þess að tala fyrir upplausn evrunnar, tala þýsk yfirvöld fyrir ströngum stjórnartaumum og miðstýringu yfir fjárlögum Evrópuþjóðanna. Fjármálaráðherrann Wolfgang Schaeuble varaði nýverið við því að lausafé yrði aukið til að örva hagvöxt en hann hefur á sama tíma bent á að eitthvað þurfi að gera til að takast á við stóraukið atvinnuleysi í suðurhluta Evrópu. Fjármálaráðherrann sagði í viðtali við Wirtschaftswoche: „Við erum að takast á við einhverskonar efnahagslegan geðklofa. Allir segja að verið sé að viðhalda of miklum hallarekstri og að aukið lausafé myndi gera stöðuna verri. Síðan eru aðrir sem segja að hagvöxturinn sé of lítill og því þurfi að auka lausafé." Sjá frétt um málið á vef Telegraph. Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Dr. Kai Konrad, formaður ráðgjafarnefndar í þýska fjármálaráðuneytinu gaf frá sér harðorð ummæli um evruna þegar hann sagði: „Evrópa skiptir mig máli. Evran gerir það ekki. Ég held að evran eigi sér takmarkaðar lífslíkur." Aðspurður hvort hann teldi gjaldmiðilinn munu endast í fimm ár, sagði hagfræðingurinn: „Það er erfitt að áætla afmörkuð tímamörk, enda veltur það á mörgum þáttum. Fimm ár hljómar raunhæft." Þessi neikvæðu ummæli háttsetts aðila í Þýskalandi ganga í berhögg við afstöðu þýskra stjórnvalda þess efnis að mikilvægt sé að halda evrunni sem gjaldmiðli til heilla fyrir öll lönd Evrópu. Dr. Konrad lét ummælin falla í viðtali við Welt am Sonntag um fjármálaerfiðleika Evrópu. Ráðgjafinn sagði: „Ekkert land getur hlaðið upp skuldum án þess að eiga hættu á því að fjárfestar kippi úr sambandi. Það er hagur hvers og eins lands að halda skuldum sínum eins lágum og hægt er." Dr. Konrad bætti svo við „Hvar þessi mörk liggja er metið í hverju tilfelli fyrir sig. Það veltur meðal annars á þáttum eins og hagvexti og fólksfjölgun. Dr. Konrad telur að lönd eigi að hafa frelsi til þess að safna skuldum, svo lengi sem þeim væri ekki velt yfir á þegna annarra landa. Þetta sagði Konrad í kjölfar þess að viðmælandi hans gaf í skyn að hann væri að mæla fyrir auknu sjálfstæði og minni miðstýringu. Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, hefur alltaf haldið því fram að hún vilji viðhalda evrunni sem mynt allrar Evrópu í þeirri mynd sem hún er nú. Í ræðu sinni í þýska þinginu fyrir tveimur árum síðan sagði hún við þingmenn: „Enginn ætti að ganga að öðrum 50 árum af frið og farsæld í Evrópu sem vísum... þess vegna segi ég: Ef evran fellur, fellur Evrópa." Opinber afstaða þýskra yfirvalda er að evran sé nauðsynleg fyrir farsæld hinnar útflutningsmiðuðu þjóðar. Í stað þess að tala fyrir upplausn evrunnar, tala þýsk yfirvöld fyrir ströngum stjórnartaumum og miðstýringu yfir fjárlögum Evrópuþjóðanna. Fjármálaráðherrann Wolfgang Schaeuble varaði nýverið við því að lausafé yrði aukið til að örva hagvöxt en hann hefur á sama tíma bent á að eitthvað þurfi að gera til að takast á við stóraukið atvinnuleysi í suðurhluta Evrópu. Fjármálaráðherrann sagði í viðtali við Wirtschaftswoche: „Við erum að takast á við einhverskonar efnahagslegan geðklofa. Allir segja að verið sé að viðhalda of miklum hallarekstri og að aukið lausafé myndi gera stöðuna verri. Síðan eru aðrir sem segja að hagvöxturinn sé of lítill og því þurfi að auka lausafé." Sjá frétt um málið á vef Telegraph.
Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent