Fá hálfan milljarð í bætur Finnur Thorlacius skrifar 25. apríl 2013 08:45 Urðu fyrir árás lögreglunnar sem tók bíl þeirra í misgripum fyrir flóttabíl morðingja. Fyrir nokkrum vikum var hér greint frá herfilegum mistökum lögreglunnar í Los Angeles þar sem hún hóf skothríð á blásaklausar mæðgur á pallbíl. Þær voru snemma að morgni að bera út blöð þegar kúlnahríðin dundi á bíl þeirra, en lögreglan var á höttunum eftir morðingja einum sem var á flótta á ekkert ólíkum bíl. Mæðgurnar voru reyndar á Toyota Tacoma en morðinginn á Nissan Titan pallbíl, svo það mætti aðeins uppfræða lögregluna í bílafræðum. Það hefði að minnsta kosti sparað ríkinu 4,2 milljónir dollara, en það er sú upphæð sem mæðgurnar fá í sinn vasa fyrir “ónæðið” af árásinni sem þær sluppu svo giftusamlega frá. Þessi upphæð samsvarar 491 milljón króna, svo mæðgurnar ættu að eiga fyrir salti í grautinn í dágóðan tíma og jafnvel keypt sér bíl sem stendur meira út úr fjöldanum ef svo illa vill til að lögreglan uppfæri ekki þekkingu sína á bílum! Það er víst betra að vera lifandi þegar maður er orðinn ríkur. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent
Urðu fyrir árás lögreglunnar sem tók bíl þeirra í misgripum fyrir flóttabíl morðingja. Fyrir nokkrum vikum var hér greint frá herfilegum mistökum lögreglunnar í Los Angeles þar sem hún hóf skothríð á blásaklausar mæðgur á pallbíl. Þær voru snemma að morgni að bera út blöð þegar kúlnahríðin dundi á bíl þeirra, en lögreglan var á höttunum eftir morðingja einum sem var á flótta á ekkert ólíkum bíl. Mæðgurnar voru reyndar á Toyota Tacoma en morðinginn á Nissan Titan pallbíl, svo það mætti aðeins uppfræða lögregluna í bílafræðum. Það hefði að minnsta kosti sparað ríkinu 4,2 milljónir dollara, en það er sú upphæð sem mæðgurnar fá í sinn vasa fyrir “ónæðið” af árásinni sem þær sluppu svo giftusamlega frá. Þessi upphæð samsvarar 491 milljón króna, svo mæðgurnar ættu að eiga fyrir salti í grautinn í dágóðan tíma og jafnvel keypt sér bíl sem stendur meira út úr fjöldanum ef svo illa vill til að lögreglan uppfæri ekki þekkingu sína á bílum! Það er víst betra að vera lifandi þegar maður er orðinn ríkur.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent