Pinewood kvikmyndaverið haslar sér völl vestan hafs 29. apríl 2013 15:03 Breska kvikmyndaverið Pinewood hefur tilkynnt um byggingu fyrsta hljóðvers síns í Bandaríkjunum. Kvikmyndaverið mun bera heitið Pinewood Atlanta en það verður byggt á stórri lóð fyrir sunnan borgina Atlanta í Georgíu. Í frétt um málið á vefsíðu BBC segir að hljóðverið verði byggt í samvinnu við fjárfestingasjóðinn River´s Rock og að bygging þess hefjist strax. Pinewood er þekktasta kvikmyndaver Bretlands og þar eru m.a. allar James Bond myndirnar framleiddar. Það hefur hinsvegar ekki rekið kvikmynda- eða hljóðver í Bandaríkjunum áður. Fram kemur í fréttinni að ráðamenn í Georgíu hafa gert mikið í því að laða kvikmyndagerð frá Hollywood og til ríkisins með ýmsum fjárhagslegum ívilnunum. Frá árinu 2008 hafa framleiðendur kvikmynda og sjónvarpsþátta getað fengið 20% til 30% skattaafslátt í ríkinu ef þeir verja meir en hálfri milljón dollara innan Georgíu. Í boði er 10% afsláttur í viðbót ef þeir koma ríkismerki Georgíu fyrir í þáttum sínum eða kvikmyndum. Þessi stefna hefur borið þann ávöxt að veltan í kvikmyndaiðnaðinum í Georgíu var yfir 3 milljarðar dollara í fyrra. Fyrir fimm árum var þessi velta aðeins 244 milljónir dollara á ári. Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Breska kvikmyndaverið Pinewood hefur tilkynnt um byggingu fyrsta hljóðvers síns í Bandaríkjunum. Kvikmyndaverið mun bera heitið Pinewood Atlanta en það verður byggt á stórri lóð fyrir sunnan borgina Atlanta í Georgíu. Í frétt um málið á vefsíðu BBC segir að hljóðverið verði byggt í samvinnu við fjárfestingasjóðinn River´s Rock og að bygging þess hefjist strax. Pinewood er þekktasta kvikmyndaver Bretlands og þar eru m.a. allar James Bond myndirnar framleiddar. Það hefur hinsvegar ekki rekið kvikmynda- eða hljóðver í Bandaríkjunum áður. Fram kemur í fréttinni að ráðamenn í Georgíu hafa gert mikið í því að laða kvikmyndagerð frá Hollywood og til ríkisins með ýmsum fjárhagslegum ívilnunum. Frá árinu 2008 hafa framleiðendur kvikmynda og sjónvarpsþátta getað fengið 20% til 30% skattaafslátt í ríkinu ef þeir verja meir en hálfri milljón dollara innan Georgíu. Í boði er 10% afsláttur í viðbót ef þeir koma ríkismerki Georgíu fyrir í þáttum sínum eða kvikmyndum. Þessi stefna hefur borið þann ávöxt að veltan í kvikmyndaiðnaðinum í Georgíu var yfir 3 milljarðar dollara í fyrra. Fyrir fimm árum var þessi velta aðeins 244 milljónir dollara á ári.
Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira