Bakka með næturbannið á Þingvöllum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. apríl 2013 16:00 Allt virðist vera að falla í ljúfa löð hjá veiðimönnum og fulltrúum þjóðgarðsins á Þingvöllum. Mynd / Pjetur Ákvörðun um bann við veiði á nóttunni í Þingvallavatni verður afturkölluð á fundi Þingvallanefndar í næstu viku. Álfheiður Ingadóttir, formaður Þingvallanefndar, kveðst fagna aðkomu stangveiðimanna að málinu og miklum skilningi þeirra á þörf þess að vernda Þingvallavatn. Hluti samkomulagsins felst í að Þingvallanefnd bætir veiðivörslu að næturlagi og Veiðikortið hyggst umbuna sjálfboðaliðum sem taka að sér veiðivörslu með eintaki af Veiðikortinu. Ingimundur Bergsson, framkvæmdastjóri Veiðikortsins, segir málið nú hafa fengið farsælan endi. Samkomulag sem Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður náði við veiðimenn verður formlega afgreitt á fundi Þingvallanefndar í næstu viku. Veiði í Þingvallavatni hefst ekki fyrr en 1. maí. Stangveiði Mest lesið 103 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Fræðslukvöld SVFR farin í gang Veiði Miðá í Dölum til SVFR Veiði 79 laxa lokadagur í Eystri Rangá Veiði Lokatölur úr flestum ánum komnar í hús Veiði
Ákvörðun um bann við veiði á nóttunni í Þingvallavatni verður afturkölluð á fundi Þingvallanefndar í næstu viku. Álfheiður Ingadóttir, formaður Þingvallanefndar, kveðst fagna aðkomu stangveiðimanna að málinu og miklum skilningi þeirra á þörf þess að vernda Þingvallavatn. Hluti samkomulagsins felst í að Þingvallanefnd bætir veiðivörslu að næturlagi og Veiðikortið hyggst umbuna sjálfboðaliðum sem taka að sér veiðivörslu með eintaki af Veiðikortinu. Ingimundur Bergsson, framkvæmdastjóri Veiðikortsins, segir málið nú hafa fengið farsælan endi. Samkomulag sem Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður náði við veiðimenn verður formlega afgreitt á fundi Þingvallanefndar í næstu viku. Veiði í Þingvallavatni hefst ekki fyrr en 1. maí.
Stangveiði Mest lesið 103 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Fræðslukvöld SVFR farin í gang Veiði Miðá í Dölum til SVFR Veiði 79 laxa lokadagur í Eystri Rangá Veiði Lokatölur úr flestum ánum komnar í hús Veiði