Ford og GM smíða saman 9 og 10 gíra sjálfskiptingar Finnur Thorlacius skrifar 15. apríl 2013 11:00 Sex gíra sjálfskiptingin sem Ford og GM smíðuð saman fyrr nokkrum árum. Hafa áður smíðað saman sjálfskiptingar í sparnaðarskyni. Stóru amerísku bílaframleiðendurnir Ford og General Motors hafa snúið bökum saman og eru nú að smíða saman bæði 9 gíra og 10 gíra sjálskiptingar. Eiga þær að fara í bíla beggja fyrirtækjann af árgerð 2017. Ástæða þess að þau sameinast um smíðina er sá sparnaður sem af því hlýst í stað þess að gera það sitt í hvoru horni. Níu gíra skiptingin mun fara í framhjóladrifna bíla en sú 10 gíra í afturhjóladrifna bíla. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem fyrirtækin tvö sameinast um smíði skiptingar, en fyrir áratug síðan framleiddu þau saman 6 gíra skiptingu sem fór svo í framleiðslu árið 2006 og er í bílum eins og Ford Explorer og Chevrolet Traverse. Nýju skiptingarnar tvær eiga að fara í mjög breiða línu bíla, allt frá smæstu bílum þeirra til stærstu jeppa og pallbíla. Ford og GM voru bæði orðin á eftir meðal bílaframleiðenda í framleiðslu fjölgíra skiptinga og því lá þeim á að gera betur og hvað er þá betra en taka höndum saman með mikið fjármagn að baki. Chrysler mun brátt bjóða 9 gíra skiptingu í bílum sínum og Hyundai vinnur að 10 gíra skiptingu. GM heldur áfram að vinna að 8 gíra skiptingu sinni sjálfstætt og mun bjóða hana fyrr en þær sameiginlegu. Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent
Hafa áður smíðað saman sjálfskiptingar í sparnaðarskyni. Stóru amerísku bílaframleiðendurnir Ford og General Motors hafa snúið bökum saman og eru nú að smíða saman bæði 9 gíra og 10 gíra sjálskiptingar. Eiga þær að fara í bíla beggja fyrirtækjann af árgerð 2017. Ástæða þess að þau sameinast um smíðina er sá sparnaður sem af því hlýst í stað þess að gera það sitt í hvoru horni. Níu gíra skiptingin mun fara í framhjóladrifna bíla en sú 10 gíra í afturhjóladrifna bíla. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem fyrirtækin tvö sameinast um smíði skiptingar, en fyrir áratug síðan framleiddu þau saman 6 gíra skiptingu sem fór svo í framleiðslu árið 2006 og er í bílum eins og Ford Explorer og Chevrolet Traverse. Nýju skiptingarnar tvær eiga að fara í mjög breiða línu bíla, allt frá smæstu bílum þeirra til stærstu jeppa og pallbíla. Ford og GM voru bæði orðin á eftir meðal bílaframleiðenda í framleiðslu fjölgíra skiptinga og því lá þeim á að gera betur og hvað er þá betra en taka höndum saman með mikið fjármagn að baki. Chrysler mun brátt bjóða 9 gíra skiptingu í bílum sínum og Hyundai vinnur að 10 gíra skiptingu. GM heldur áfram að vinna að 8 gíra skiptingu sinni sjálfstætt og mun bjóða hana fyrr en þær sameiginlegu.
Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent