Ford og GM smíða saman 9 og 10 gíra sjálfskiptingar Finnur Thorlacius skrifar 15. apríl 2013 11:00 Sex gíra sjálfskiptingin sem Ford og GM smíðuð saman fyrr nokkrum árum. Hafa áður smíðað saman sjálfskiptingar í sparnaðarskyni. Stóru amerísku bílaframleiðendurnir Ford og General Motors hafa snúið bökum saman og eru nú að smíða saman bæði 9 gíra og 10 gíra sjálskiptingar. Eiga þær að fara í bíla beggja fyrirtækjann af árgerð 2017. Ástæða þess að þau sameinast um smíðina er sá sparnaður sem af því hlýst í stað þess að gera það sitt í hvoru horni. Níu gíra skiptingin mun fara í framhjóladrifna bíla en sú 10 gíra í afturhjóladrifna bíla. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem fyrirtækin tvö sameinast um smíði skiptingar, en fyrir áratug síðan framleiddu þau saman 6 gíra skiptingu sem fór svo í framleiðslu árið 2006 og er í bílum eins og Ford Explorer og Chevrolet Traverse. Nýju skiptingarnar tvær eiga að fara í mjög breiða línu bíla, allt frá smæstu bílum þeirra til stærstu jeppa og pallbíla. Ford og GM voru bæði orðin á eftir meðal bílaframleiðenda í framleiðslu fjölgíra skiptinga og því lá þeim á að gera betur og hvað er þá betra en taka höndum saman með mikið fjármagn að baki. Chrysler mun brátt bjóða 9 gíra skiptingu í bílum sínum og Hyundai vinnur að 10 gíra skiptingu. GM heldur áfram að vinna að 8 gíra skiptingu sinni sjálfstætt og mun bjóða hana fyrr en þær sameiginlegu. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent
Hafa áður smíðað saman sjálfskiptingar í sparnaðarskyni. Stóru amerísku bílaframleiðendurnir Ford og General Motors hafa snúið bökum saman og eru nú að smíða saman bæði 9 gíra og 10 gíra sjálskiptingar. Eiga þær að fara í bíla beggja fyrirtækjann af árgerð 2017. Ástæða þess að þau sameinast um smíðina er sá sparnaður sem af því hlýst í stað þess að gera það sitt í hvoru horni. Níu gíra skiptingin mun fara í framhjóladrifna bíla en sú 10 gíra í afturhjóladrifna bíla. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem fyrirtækin tvö sameinast um smíði skiptingar, en fyrir áratug síðan framleiddu þau saman 6 gíra skiptingu sem fór svo í framleiðslu árið 2006 og er í bílum eins og Ford Explorer og Chevrolet Traverse. Nýju skiptingarnar tvær eiga að fara í mjög breiða línu bíla, allt frá smæstu bílum þeirra til stærstu jeppa og pallbíla. Ford og GM voru bæði orðin á eftir meðal bílaframleiðenda í framleiðslu fjölgíra skiptinga og því lá þeim á að gera betur og hvað er þá betra en taka höndum saman með mikið fjármagn að baki. Chrysler mun brátt bjóða 9 gíra skiptingu í bílum sínum og Hyundai vinnur að 10 gíra skiptingu. GM heldur áfram að vinna að 8 gíra skiptingu sinni sjálfstætt og mun bjóða hana fyrr en þær sameiginlegu.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent