Innistæðueigendur á Kýpur gætu tapað 1.300 milljörðum 15. apríl 2013 13:38 Efnaðir innistæðueigendur á Kýpur, það er þeir sem eiga meir en 100.000 evrur inn á reikningum sínum í tveimur stærstu bönkunum, gætu tapað 8,2 milljörðum evra eða tæplega 1.300 milljörðum kr. Þetta kemur fram í nýjum gögnum sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur látið útbúa. Tekið er fram að fyrrgreind upphæð er hámarkstap þessara innistæðueigenda í tengslum við skilyrði neyðarlánsins sem Kýpur fékk til að bjarga bankakerfi eyjunnar og forðast þjóðargjaldþrot. Upphæðin muni minnka í samræmi við heimturnar úr þrotabúi Laiki banka, næststærsta bankans á Kýpur og þess sem gæti komið út úr endurskipulaginu Kýpur bankans, þess stærsta á eyjunni. Í frétt um málið á Reuters segir að hluthafar og skuldabréfaeigendur muni tapa öllu sínu fé í Laiki bankanum og þeir sem eiga óvarin skuldabréf í Kýpur bankanum muni einnig tapa verulega upphæðum. Gögnin sem hér um ræðir eru dagsett 12. apríl. Í svipuðum gögnum sem sett voru fram 9. apríl kom fram að Kýpur þarf um 5 milljörðum evra meira fé en nemur neyðarláninu frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og þeim aðgerðum sem þegar höfðu verið ákveðnar af stjórnvöldum á Kýpur. Upphaflega var talið að upphæðin væri rúmlega 17,5 milljarðar evra og þar af var lánið frá ESB og AGS upp á 10 milljarða evra. Þann 9. apríl kom svo fram að þörfin er um 23 milljarðar evra en mismunurinn verður að stórum hluta sóttur í vasa efnaðra innistæðueigenda og handhafa skuldabréfa í fyrrgreindum bönkum. Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Efnaðir innistæðueigendur á Kýpur, það er þeir sem eiga meir en 100.000 evrur inn á reikningum sínum í tveimur stærstu bönkunum, gætu tapað 8,2 milljörðum evra eða tæplega 1.300 milljörðum kr. Þetta kemur fram í nýjum gögnum sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur látið útbúa. Tekið er fram að fyrrgreind upphæð er hámarkstap þessara innistæðueigenda í tengslum við skilyrði neyðarlánsins sem Kýpur fékk til að bjarga bankakerfi eyjunnar og forðast þjóðargjaldþrot. Upphæðin muni minnka í samræmi við heimturnar úr þrotabúi Laiki banka, næststærsta bankans á Kýpur og þess sem gæti komið út úr endurskipulaginu Kýpur bankans, þess stærsta á eyjunni. Í frétt um málið á Reuters segir að hluthafar og skuldabréfaeigendur muni tapa öllu sínu fé í Laiki bankanum og þeir sem eiga óvarin skuldabréf í Kýpur bankanum muni einnig tapa verulega upphæðum. Gögnin sem hér um ræðir eru dagsett 12. apríl. Í svipuðum gögnum sem sett voru fram 9. apríl kom fram að Kýpur þarf um 5 milljörðum evra meira fé en nemur neyðarláninu frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og þeim aðgerðum sem þegar höfðu verið ákveðnar af stjórnvöldum á Kýpur. Upphaflega var talið að upphæðin væri rúmlega 17,5 milljarðar evra og þar af var lánið frá ESB og AGS upp á 10 milljarða evra. Þann 9. apríl kom svo fram að þörfin er um 23 milljarðar evra en mismunurinn verður að stórum hluta sóttur í vasa efnaðra innistæðueigenda og handhafa skuldabréfa í fyrrgreindum bönkum.
Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira