GM hefur 4% forskot á Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 18. apríl 2013 08:45 Chevrolet SS mun seint verða stór hluti sölu GM, en hjálpar þó til GM seldi 2,36 á móti 2,27 milljón bílum Volkswagen á fyrsta ársfjórðungi. Mikil sölukeppni ríkir nú á milli þýska bílaframleiðandans Volkswagen og hins bandaríska General Motors, en Toyota trónir þó enn á toppnum. Volkswagen hefur þá yfirlýstu stefnu að verða söluhæsta bílafyrirtækið árið 2018, en gæti hæglega orðið það fyrr. GM hefur örlitla forystu á Volkswagen í öðru sætinu það sem af er liðið ári og skeikar þar 90.000 bílum. Á fyrsta ársfjórðungi jókst sala Volkswagen um 5,1% og taldi 2,27 milljón bíla. GM var með 3,6% vöxt og seldi rétt innan við 2,36 milljón bíla og því munar ekki nema um fjórum prósentum á sölu þeirra. Þrátt fyrir vöxt í sölu Volkswagen á heimsvísu minnkaði hún um 5,9% í Evrópu, en óx á móti um 15% í Bandaríkjunum og 21% í Kína. GM seldi 9,3% fleiri bíla í heimalandinu en í fyrra og 9,6% meira í Kína á fyrsta ársfjórðungnum. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent
GM seldi 2,36 á móti 2,27 milljón bílum Volkswagen á fyrsta ársfjórðungi. Mikil sölukeppni ríkir nú á milli þýska bílaframleiðandans Volkswagen og hins bandaríska General Motors, en Toyota trónir þó enn á toppnum. Volkswagen hefur þá yfirlýstu stefnu að verða söluhæsta bílafyrirtækið árið 2018, en gæti hæglega orðið það fyrr. GM hefur örlitla forystu á Volkswagen í öðru sætinu það sem af er liðið ári og skeikar þar 90.000 bílum. Á fyrsta ársfjórðungi jókst sala Volkswagen um 5,1% og taldi 2,27 milljón bíla. GM var með 3,6% vöxt og seldi rétt innan við 2,36 milljón bíla og því munar ekki nema um fjórum prósentum á sölu þeirra. Þrátt fyrir vöxt í sölu Volkswagen á heimsvísu minnkaði hún um 5,9% í Evrópu, en óx á móti um 15% í Bandaríkjunum og 21% í Kína. GM seldi 9,3% fleiri bíla í heimalandinu en í fyrra og 9,6% meira í Kína á fyrsta ársfjórðungnum.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent