Hyundai pallbíll Finnur Thorlacius skrifar 3. apríl 2013 10:45 Gæti pallbíll Hyundai litið einhvernveginn svona út? Væri ætlaður fyrir Bandaríkjamarkað í fyrstu. S-kóreski bílaframleiðandinn Hyundai státar orðið af sístækkandi breiðri línu bíla, en þó ekki pallbíla hingað til. Það gæti þó breyst innan tíðar því hönnuðir Hyundai hafa fengið það verkefni að skapa pallbíl sem beint verður sérstaklega að Bandaríkjamarkaði. Hversu stór hann verður er ekki enn ljóst, en greinilegt er að til greina komi frekar smávaxinn pallbíll öndvert við pallbíla bandarísku framleiðendanna, en slíkur bíll gæti einnig átt mikið erindi á öðrum mörkuðum en í Bandaríkjunum. Hyundai segir að smíði pallbíla verði seint mikilvæg fyrirtækinu, en sjálfsagt sé að taka þátt í góðri sölu þeirra á ýmsum mörkuðum. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent
Væri ætlaður fyrir Bandaríkjamarkað í fyrstu. S-kóreski bílaframleiðandinn Hyundai státar orðið af sístækkandi breiðri línu bíla, en þó ekki pallbíla hingað til. Það gæti þó breyst innan tíðar því hönnuðir Hyundai hafa fengið það verkefni að skapa pallbíl sem beint verður sérstaklega að Bandaríkjamarkaði. Hversu stór hann verður er ekki enn ljóst, en greinilegt er að til greina komi frekar smávaxinn pallbíll öndvert við pallbíla bandarísku framleiðendanna, en slíkur bíll gæti einnig átt mikið erindi á öðrum mörkuðum en í Bandaríkjunum. Hyundai segir að smíði pallbíla verði seint mikilvæg fyrirtækinu, en sjálfsagt sé að taka þátt í góðri sölu þeirra á ýmsum mörkuðum.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent