Tilkynning frá Öskju vegna innköllunar Kia bíla 4. apríl 2013 10:46 Kia Sorento árgerðir 2007 til 2011 falla undir innköllun Kia Á Íslandi eru 537 Kia bílar sem falla undir innköllunina. Greint var frá í morgun hér á visir.is að Hyundai og Kia muni innkalla 1,6 milljón bíla sinna. Því vill Askja koma eftirfarandi á framfæri: Kia Motors hefur tilkynnt um innköllun á ákveðnum gerðum Kia bifreiða, vegna mögulegrar bilunar í rofa tengdum hemlaljósum. Um er að ræða bifreiðar sem framleiddar voru á ákveðnu framleiðslutímabili, og er mestmegnis um að ræða bifreiðar framleiddar á árunum 2004 – 2010. Alls verða innkallaðar um 126.000 bifreiðar í Evrópu, og af þeim eru 537 skráðar á Íslandi. Varahlutir vegna innköllunarinnar munu byrja að berast í maí og júní, og í framhaldi mun Bílaumboðið Askja kalla inn þær Kia bifreiðar sem um ræðir, þar sem skipt verður um umræddan rofa, án kostnaðar fyrir eigendur bifreiðanna. Um er að ræða sjálfviljuga innköllun Kia Motors og verða upplýsingar sendar Neytendastofu þegar þær liggja endanlega fyrir. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent
Á Íslandi eru 537 Kia bílar sem falla undir innköllunina. Greint var frá í morgun hér á visir.is að Hyundai og Kia muni innkalla 1,6 milljón bíla sinna. Því vill Askja koma eftirfarandi á framfæri: Kia Motors hefur tilkynnt um innköllun á ákveðnum gerðum Kia bifreiða, vegna mögulegrar bilunar í rofa tengdum hemlaljósum. Um er að ræða bifreiðar sem framleiddar voru á ákveðnu framleiðslutímabili, og er mestmegnis um að ræða bifreiðar framleiddar á árunum 2004 – 2010. Alls verða innkallaðar um 126.000 bifreiðar í Evrópu, og af þeim eru 537 skráðar á Íslandi. Varahlutir vegna innköllunarinnar munu byrja að berast í maí og júní, og í framhaldi mun Bílaumboðið Askja kalla inn þær Kia bifreiðar sem um ræðir, þar sem skipt verður um umræddan rofa, án kostnaðar fyrir eigendur bifreiðanna. Um er að ræða sjálfviljuga innköllun Kia Motors og verða upplýsingar sendar Neytendastofu þegar þær liggja endanlega fyrir.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent