Bannað að veiða á nóttunni á Þingvöllum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. apríl 2013 08:30 Þingvallanefnd vill að veiðimenn nýti daginn til að renna fyrir silung og hvíli sig og aðra á nóttunni. Mynd / Pjetur „Það fer ekki alltaf vel saman; fjölskyldulíf í tjaldbúðum og glaðir veiðimenn fram á nótt," segir Álfheiður Ingadóttir, formaður Þingvallanefndar, sem samþykkt hefur að banna stangveiðar í landi þjóðgarðsins frá hálftólf á kvöldin til fimm á morgnana. „Það er náttúrlega bjart allan sólarhringinn á sumrum og hægt að veiða hvenær sem er. Þarna eru settar í fyrsta sinn reglur um næturró fyrir veiðimenn en það er nánast fyrir aðra gesti. Veiðimenn eiga að hvíla sig í fimm og háldan tíma og leyfa öðrum að sofa þá," segir Álfheiður. Nóttin er sá tími sem sumir kjósa helst að vera á veiðum við Þingvallavatn. „Þetta er ekki mikil traffík en það er stundum mikið ónæði - tveir góðglaðir skemma fyrir mörgum," segir Álfheiður. Aðgangur að veiðilendum þjóðgarðsins við Þingvallavatn hefur verið inni í Veiðikortinu frá því 2006. „Þetta kemur mér ekki á óvart," segir Ingimundur Bergsson hjá Veiðikortinu. „Það er voða gaman að vera þarna á nóttinni en ástæðan fyrir þessu er að það hefur verið vesen á nóttunni svo þeir sem eru þarna í tjöldum hafa ekki fengið neinn frið." Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður segir nýju reglurnar taka gildi strax og veiðitímabilið hefst 1. maí. „Það verður mjög strangt eftirlit," segir þjóðgarðsvörður sem á von á stóraukinni ásókn í urriðann á Þingvöllum í vor í kjölfar þess að fleiri og fleiri veiðimenn hverfi frá laxveiðum og snúi sér að silungnum. „Við kærum okkur ekki um að menn séu hér með eitthvert sukk og svínarí, háreisti og ónæði," segir Ólafur sem kveður jafnframt verða gerða gangskör að því að veiðimenn noti ekki óleyfilegt agn: „Menn hafa verið hér með makríl sunnan úr höfum og ýmis hrogn af óþekktum uppruna. Þetta skapar allt sýkingarhættu og það sættum við okkur alls ekki við," segir þjóðgarðsvörðurinn. Við þetta er að bæta að Þingvallanefnd ákvað jafnframt að hækka verð veiðileyfa í vatninu um þriðjung; úr 1.500 krónum fyrir daginn í 2.000 krónur. Stangveiði Mest lesið Ný veiðibúð í Árbænum Veiði Rangárnar með yfirburði í veiðitölum Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði Slæm umgengni við veiðivötn á Arnarvatnsheiði Veiði Verð laxveiðileyfa í sögulegu hámarki Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Sandá merkt í bak og fyrir Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Svíar leita til Íslands með veiðifyrirkomulag Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði
„Það fer ekki alltaf vel saman; fjölskyldulíf í tjaldbúðum og glaðir veiðimenn fram á nótt," segir Álfheiður Ingadóttir, formaður Þingvallanefndar, sem samþykkt hefur að banna stangveiðar í landi þjóðgarðsins frá hálftólf á kvöldin til fimm á morgnana. „Það er náttúrlega bjart allan sólarhringinn á sumrum og hægt að veiða hvenær sem er. Þarna eru settar í fyrsta sinn reglur um næturró fyrir veiðimenn en það er nánast fyrir aðra gesti. Veiðimenn eiga að hvíla sig í fimm og háldan tíma og leyfa öðrum að sofa þá," segir Álfheiður. Nóttin er sá tími sem sumir kjósa helst að vera á veiðum við Þingvallavatn. „Þetta er ekki mikil traffík en það er stundum mikið ónæði - tveir góðglaðir skemma fyrir mörgum," segir Álfheiður. Aðgangur að veiðilendum þjóðgarðsins við Þingvallavatn hefur verið inni í Veiðikortinu frá því 2006. „Þetta kemur mér ekki á óvart," segir Ingimundur Bergsson hjá Veiðikortinu. „Það er voða gaman að vera þarna á nóttinni en ástæðan fyrir þessu er að það hefur verið vesen á nóttunni svo þeir sem eru þarna í tjöldum hafa ekki fengið neinn frið." Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður segir nýju reglurnar taka gildi strax og veiðitímabilið hefst 1. maí. „Það verður mjög strangt eftirlit," segir þjóðgarðsvörður sem á von á stóraukinni ásókn í urriðann á Þingvöllum í vor í kjölfar þess að fleiri og fleiri veiðimenn hverfi frá laxveiðum og snúi sér að silungnum. „Við kærum okkur ekki um að menn séu hér með eitthvert sukk og svínarí, háreisti og ónæði," segir Ólafur sem kveður jafnframt verða gerða gangskör að því að veiðimenn noti ekki óleyfilegt agn: „Menn hafa verið hér með makríl sunnan úr höfum og ýmis hrogn af óþekktum uppruna. Þetta skapar allt sýkingarhættu og það sættum við okkur alls ekki við," segir þjóðgarðsvörðurinn. Við þetta er að bæta að Þingvallanefnd ákvað jafnframt að hækka verð veiðileyfa í vatninu um þriðjung; úr 1.500 krónum fyrir daginn í 2.000 krónur.
Stangveiði Mest lesið Ný veiðibúð í Árbænum Veiði Rangárnar með yfirburði í veiðitölum Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði Slæm umgengni við veiðivötn á Arnarvatnsheiði Veiði Verð laxveiðileyfa í sögulegu hámarki Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Sandá merkt í bak og fyrir Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Svíar leita til Íslands með veiðifyrirkomulag Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði