Samkomulag um neyðarlánið til Kýpur náðist í nótt 25. mars 2013 06:11 Samkomulag náðist í nótt eftir 12 tíma langa samningalotu um 10 milljarða evra neyðarlán til Kýpur frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Samkomulagið felur m.a. í sér að Laiki banka, næststærsta banka eyjunnar, verður lokað og almennar innistæður upp að 100.000 evrum verða settar inn í Kýpurbanka, stærsta banka eyjarinnar. Sá banki verður svo endurskipulagður í framhaldinu og verulega dregið úr stærð hans. Aðrir bankar á Kýpur verða ekki fyrir barðinu á þessum aðgerðum. Hinsvegar má nefna að fyrrgreindir tveir bankar voru samanlagt meir en helmingur af bankakerfi eyjarinnar. Þær innistæður sem eftir standa í Laiki banka verða frystar og síðan þjóðnýttar að stórum hluta eða allt að 40%. Ekki er búið að ákveða hve stór skattur verður settur á innistæður umfram 100.000 evrur í Kýpur bankanum. Reiknað er með að þessar bankaaðgerðir skapi stjórnvöldum á Kýpur tekjur upp á rúmlega 4 milljarða evra. Ljóst er að eigendur og kröfuhafar í Laiki banka munu tapa nær öllu sínu. Þeir innistæðueigendur sem voru með yfir 100.000 evrum á reikningum sínum í Laiki bankanum verða sennilega að bíða í einhver ár þar til þeir fá það sem eftir stendur í hendurnar að nýju. Hér er um Rússa að ræða að stórum hluta og er beðið eftir opinberum viðbrögðum rússneskra stjórnvalda við samkomulaginu. Fram hefur komið í morgun að samkomulagið þarf ekki að bera að nýju undir þingið á Kýpur því það samþykkti í síðustu viku endurskipulagningu á bankakerfi eyjunnar. Sérfræðingar eru sammála um að mjög erfiðir tímar séu framundan hjá íbúum Kýpur. Þannig segir Jacob Graven aðalhagfræðingur Sydbank í Danmörku að þótt samkomulagið leysi ákveðinn vanda til skamms tíma megi búast við að íbúar Kýpur glími við djúpa kreppu á næstu árum. Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Samkomulag náðist í nótt eftir 12 tíma langa samningalotu um 10 milljarða evra neyðarlán til Kýpur frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Samkomulagið felur m.a. í sér að Laiki banka, næststærsta banka eyjunnar, verður lokað og almennar innistæður upp að 100.000 evrum verða settar inn í Kýpurbanka, stærsta banka eyjarinnar. Sá banki verður svo endurskipulagður í framhaldinu og verulega dregið úr stærð hans. Aðrir bankar á Kýpur verða ekki fyrir barðinu á þessum aðgerðum. Hinsvegar má nefna að fyrrgreindir tveir bankar voru samanlagt meir en helmingur af bankakerfi eyjarinnar. Þær innistæður sem eftir standa í Laiki banka verða frystar og síðan þjóðnýttar að stórum hluta eða allt að 40%. Ekki er búið að ákveða hve stór skattur verður settur á innistæður umfram 100.000 evrur í Kýpur bankanum. Reiknað er með að þessar bankaaðgerðir skapi stjórnvöldum á Kýpur tekjur upp á rúmlega 4 milljarða evra. Ljóst er að eigendur og kröfuhafar í Laiki banka munu tapa nær öllu sínu. Þeir innistæðueigendur sem voru með yfir 100.000 evrum á reikningum sínum í Laiki bankanum verða sennilega að bíða í einhver ár þar til þeir fá það sem eftir stendur í hendurnar að nýju. Hér er um Rússa að ræða að stórum hluta og er beðið eftir opinberum viðbrögðum rússneskra stjórnvalda við samkomulaginu. Fram hefur komið í morgun að samkomulagið þarf ekki að bera að nýju undir þingið á Kýpur því það samþykkti í síðustu viku endurskipulagningu á bankakerfi eyjunnar. Sérfræðingar eru sammála um að mjög erfiðir tímar séu framundan hjá íbúum Kýpur. Þannig segir Jacob Graven aðalhagfræðingur Sydbank í Danmörku að þótt samkomulagið leysi ákveðinn vanda til skamms tíma megi búast við að íbúar Kýpur glími við djúpa kreppu á næstu árum.
Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent