Kynning og bæklingur um Elliðavatn Kristján Hjálmarsson skrifar 11. mars 2013 14:42 Geir Thorsteinsson hefur tekið þennan myndarlega bækling um Elliðavatn saman. Elliðavatnskynning Geirs Thorsteinssonar hjá Stangveiðifélagi Reykjavíkur (SVFR) sem blásin var af vegna veðurs síðastliðið miðvikudagskvöld verður haldin næstkomandi miðvikudag 13. mars. Geir hefur tekið saman bækling þar sem finna má ýmsar upplýsingar um Elliðavatn. "Mér datt í hug að það gæti verið gagn og gaman að því að hafa við höndina á einum stað upplýsingar og leiðbeiningar fyrir Elliðavatn. Vatnið er innan Reykjavíkur og Kópavogs og því stutt fyrir borgar- og bæjarbúa að fara og hverfa úr amstri hversdagsleikans, njóta náttúrunnar og eiga stefnumót við lónbúana," segir Geir meðal annars í formála bæklingsins. "Í þessum bæklingi er aðeins stiklað á sögu vatnsins, lífríkinu og rannsóknum sem því tengjast. Ég birti góð kort af vatninu og veiðistöðum með merkingum um hvar líklegast sé að fiskur haldi sig. Með kortunum eru smáleiðarlýsingar. Einnig eru í bæklingnum ýmsar myndir og önnur kort. Helstu flugur, sem menn hafa með áratugareynslu fundið út að eru að gefa bestu veiðina, eru taldar upp sem og myndir af þeim flestum." Elliðavatnskynning Geirs fer fram í húsakynnum SVFR í Elliðaárdal og hefst klukkan 19.30. Ingimundur Bergsson hjá Veiðikortinu verður á svæðinu og mun veita afslátt af kortinu, að því er segir á vef SVFR, en Elliðavatn er eitt þeirra vatna sem heyra undir Veiðikortið. Elliðavatnsbækling Geirs má nálgast hér. Stangveiði Mest lesið Lítið að gerast í Stóru Laxá Veiði Líflegur markaður með villibráð Veiði Þegar stóru hængarnir fara á stjá Veiði Henrik Mortensen snýr aftur með kastnámskeið Veiði Þverá og Kjarrá á toppnum með 295 laxa Veiði Brúará er komin í gang Veiði Hnúðlax farin að veiðast víða Veiði 18 laxa dagur í Langá í gær Veiði Af góðum árum, vondum árum og meðaltölum í laxveiði Veiði Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði
Elliðavatnskynning Geirs Thorsteinssonar hjá Stangveiðifélagi Reykjavíkur (SVFR) sem blásin var af vegna veðurs síðastliðið miðvikudagskvöld verður haldin næstkomandi miðvikudag 13. mars. Geir hefur tekið saman bækling þar sem finna má ýmsar upplýsingar um Elliðavatn. "Mér datt í hug að það gæti verið gagn og gaman að því að hafa við höndina á einum stað upplýsingar og leiðbeiningar fyrir Elliðavatn. Vatnið er innan Reykjavíkur og Kópavogs og því stutt fyrir borgar- og bæjarbúa að fara og hverfa úr amstri hversdagsleikans, njóta náttúrunnar og eiga stefnumót við lónbúana," segir Geir meðal annars í formála bæklingsins. "Í þessum bæklingi er aðeins stiklað á sögu vatnsins, lífríkinu og rannsóknum sem því tengjast. Ég birti góð kort af vatninu og veiðistöðum með merkingum um hvar líklegast sé að fiskur haldi sig. Með kortunum eru smáleiðarlýsingar. Einnig eru í bæklingnum ýmsar myndir og önnur kort. Helstu flugur, sem menn hafa með áratugareynslu fundið út að eru að gefa bestu veiðina, eru taldar upp sem og myndir af þeim flestum." Elliðavatnskynning Geirs fer fram í húsakynnum SVFR í Elliðaárdal og hefst klukkan 19.30. Ingimundur Bergsson hjá Veiðikortinu verður á svæðinu og mun veita afslátt af kortinu, að því er segir á vef SVFR, en Elliðavatn er eitt þeirra vatna sem heyra undir Veiðikortið. Elliðavatnsbækling Geirs má nálgast hér.
Stangveiði Mest lesið Lítið að gerast í Stóru Laxá Veiði Líflegur markaður með villibráð Veiði Þegar stóru hængarnir fara á stjá Veiði Henrik Mortensen snýr aftur með kastnámskeið Veiði Þverá og Kjarrá á toppnum með 295 laxa Veiði Brúará er komin í gang Veiði Hnúðlax farin að veiðast víða Veiði 18 laxa dagur í Langá í gær Veiði Af góðum árum, vondum árum og meðaltölum í laxveiði Veiði Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði