Ford Fiesta ST á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 15. mars 2013 12:30 Er nú 20% öflugri og 20% eyðslugrennri en forverinn. Ford hefur nú kynnt ST-kraftaútgáfu af hinum vinsæla Ford Fiesta bíl og fer þar sneggsti bíll sem borið hefur nafnið Fiesta til þessa. Hann er aðeins 6,9 sekúndur í hundraðið, enda með 182 hestafla vél, sem telst dágott í ekki stærri bíl. Vélin er þó ekki stór í sniðum, þ.e. 1,6 lítra túrbínuvél af EcoBoost gerð. Nú á dögum þurfa kraftabílar ekki endilega að vera eyðsluklær á eldsneyti og sannar þessi bíll það, eyðsla í blönduðum akstri er aðeins 5,9 lítrar. Frá fyrri gerð Fiesta ST er sú nýja 20% öflugri en líka 20% eyðslugrennri. Undirvagninn er frábrugðinn venjulegri Fiestu, hönnuð af Ford Team RS og fjöðrun og bremsur einnig. Bíllinn er með Recaro framsætum og öflugum hljómtækjum. Útlitsbreytingar eru þónokkrar að utan frá venjulegri Fiestu og allt gert til þess að gera hann sem sportlegastan. Ford Fiesta ST er framleiddur í 5 hressilegum litum sem bera það með sér að þar fer ekki hófsamur bíll. Brimborg áætlar að fyrstu bílarnir af Fiesta ST komi í sumar og verði á verðinu 3,8-3,9 milljónir. Það verður að teljast spennandi verð á spennandi bíl og ekki svo langt að bíða. Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent
Er nú 20% öflugri og 20% eyðslugrennri en forverinn. Ford hefur nú kynnt ST-kraftaútgáfu af hinum vinsæla Ford Fiesta bíl og fer þar sneggsti bíll sem borið hefur nafnið Fiesta til þessa. Hann er aðeins 6,9 sekúndur í hundraðið, enda með 182 hestafla vél, sem telst dágott í ekki stærri bíl. Vélin er þó ekki stór í sniðum, þ.e. 1,6 lítra túrbínuvél af EcoBoost gerð. Nú á dögum þurfa kraftabílar ekki endilega að vera eyðsluklær á eldsneyti og sannar þessi bíll það, eyðsla í blönduðum akstri er aðeins 5,9 lítrar. Frá fyrri gerð Fiesta ST er sú nýja 20% öflugri en líka 20% eyðslugrennri. Undirvagninn er frábrugðinn venjulegri Fiestu, hönnuð af Ford Team RS og fjöðrun og bremsur einnig. Bíllinn er með Recaro framsætum og öflugum hljómtækjum. Útlitsbreytingar eru þónokkrar að utan frá venjulegri Fiestu og allt gert til þess að gera hann sem sportlegastan. Ford Fiesta ST er framleiddur í 5 hressilegum litum sem bera það með sér að þar fer ekki hófsamur bíll. Brimborg áætlar að fyrstu bílarnir af Fiesta ST komi í sumar og verði á verðinu 3,8-3,9 milljónir. Það verður að teljast spennandi verð á spennandi bíl og ekki svo langt að bíða.
Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent