Leita glæstra fornbíla 19. mars 2013 12:30 Er dýrgripur inni í skúr eða skemmu hjá þér? Finnur Thorlacius bílablaðamaður og Sigurjón Ragnar ljósmyndari gera nú mikla leit að dýrgripum í flokki fornbíla Íslendinga. Ætlunin er að gera þeim verðug skil í sannkallaðri glæsibók sem kemur út hjá Veröld í haust. Vitað er að í skúrum og skemmum víða um land leynast ýmsir gullmolar frá fyrri tíð, jafnt amerískir kaggar sem evrópskar drossíur. Eigendur glæstra fornbíla eru eindregið hvattir til að láta vita af sjálfrennireiðum sínum í netfangið fornbilar@verold.is en þær verða myndaðar sérstaklega fyrir bókina við bestu aðstæður. Þær upplýsingar sem þurfa að koma fram í póstinum eru tegund og undirtegund, árgerð, eigendaskrá, eftir því sem kostur er, ásamt núverandi ástandi. Þá þarf að fylgja með nafn núverandi eiganda og farsímanúmer. Aðeins verða teknir með í bókina fornbílar sem eru í góðu ásigkomulagi. Samkvæmt lögum eru þær bifreiðar fornbílar sem orðnar eru 25 ára gamlar. Stefnt er að því að myndatökur hefjist um miðjan apríl, svo tíminn til að senda inn upplýsingar er takmarkaður. Finnur Thorlacius hefur skrifað um bíla og önnur ökutæki um langt árabil, fyrst í Morgunblaðið en síðar hjá Vísi og Fréttablaðinu og reynsluekið fleiri bílum en hann kærir sig um að muna. Sigurjón Ragnar hefur um tveggja áratuga skeið verið afkastamikill ljósmyndari, bæði á Íslandi og erlendis, og myndað fyrirsætur, jafnt sem knattspyrnustjörnur – og bíla. Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent
Er dýrgripur inni í skúr eða skemmu hjá þér? Finnur Thorlacius bílablaðamaður og Sigurjón Ragnar ljósmyndari gera nú mikla leit að dýrgripum í flokki fornbíla Íslendinga. Ætlunin er að gera þeim verðug skil í sannkallaðri glæsibók sem kemur út hjá Veröld í haust. Vitað er að í skúrum og skemmum víða um land leynast ýmsir gullmolar frá fyrri tíð, jafnt amerískir kaggar sem evrópskar drossíur. Eigendur glæstra fornbíla eru eindregið hvattir til að láta vita af sjálfrennireiðum sínum í netfangið fornbilar@verold.is en þær verða myndaðar sérstaklega fyrir bókina við bestu aðstæður. Þær upplýsingar sem þurfa að koma fram í póstinum eru tegund og undirtegund, árgerð, eigendaskrá, eftir því sem kostur er, ásamt núverandi ástandi. Þá þarf að fylgja með nafn núverandi eiganda og farsímanúmer. Aðeins verða teknir með í bókina fornbílar sem eru í góðu ásigkomulagi. Samkvæmt lögum eru þær bifreiðar fornbílar sem orðnar eru 25 ára gamlar. Stefnt er að því að myndatökur hefjist um miðjan apríl, svo tíminn til að senda inn upplýsingar er takmarkaður. Finnur Thorlacius hefur skrifað um bíla og önnur ökutæki um langt árabil, fyrst í Morgunblaðið en síðar hjá Vísi og Fréttablaðinu og reynsluekið fleiri bílum en hann kærir sig um að muna. Sigurjón Ragnar hefur um tveggja áratuga skeið verið afkastamikill ljósmyndari, bæði á Íslandi og erlendis, og myndað fyrirsætur, jafnt sem knattspyrnustjörnur – og bíla.
Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent