Kanar kaupa lúxusbíla Finnur Thorlacius skrifar 2. mars 2013 11:05 Bandaríkjamenn keyptu 31% fleiri Porsche bíla í febrúar í ár en í fyrra Stóru bandarísku framleiðendurnir allir með aukningu, en Kia, Nissan og Volvo með minnkun. Tölur um sölu nýrra bíla í Bandaríkjunum í febrúar eru nú þegar komnar í ljós. Þar í landi er bílasala góð og þrátt fyrir að söludagar í fyrra hafi verið fleiri sökum hlaupárs er salan nú 3,7% meiri og alls seldust 1,19 milljón bílar. Athygli vekur að í efstu sætunum hvað aukningu í sölu varðar eru margir lúxusbílaframleiðendur. Bentley var með 43% aukningu, Porsche 31%, Audi 28%, Benz 23%, Cadillac 20% og Land Rover einnig með 20% aukningu í sölu. Annað sem vekur einnig furðu er slæmt gengi Kia sem var með 8% minnkun í sölu, sem og 7% minnkun hjá Nissan, Chrysler og Volvo og 16% hjá Jeep. Stóru bandarísku framleiðendurnir seldu allir meira, Ford með 9% aukningu, GM 7% og Chrysler 4%. Toyota var með 4% aukningu en Honda 2% minnkun. Spáð er áframhaldandi góðri sölu bíla vestanhafs og heildarsölu uppá 15,4 milljón bíla. Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent
Stóru bandarísku framleiðendurnir allir með aukningu, en Kia, Nissan og Volvo með minnkun. Tölur um sölu nýrra bíla í Bandaríkjunum í febrúar eru nú þegar komnar í ljós. Þar í landi er bílasala góð og þrátt fyrir að söludagar í fyrra hafi verið fleiri sökum hlaupárs er salan nú 3,7% meiri og alls seldust 1,19 milljón bílar. Athygli vekur að í efstu sætunum hvað aukningu í sölu varðar eru margir lúxusbílaframleiðendur. Bentley var með 43% aukningu, Porsche 31%, Audi 28%, Benz 23%, Cadillac 20% og Land Rover einnig með 20% aukningu í sölu. Annað sem vekur einnig furðu er slæmt gengi Kia sem var með 8% minnkun í sölu, sem og 7% minnkun hjá Nissan, Chrysler og Volvo og 16% hjá Jeep. Stóru bandarísku framleiðendurnir seldu allir meira, Ford með 9% aukningu, GM 7% og Chrysler 4%. Toyota var með 4% aukningu en Honda 2% minnkun. Spáð er áframhaldandi góðri sölu bíla vestanhafs og heildarsölu uppá 15,4 milljón bíla.
Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent