Þórdís Þorleifsdóttir sem er ein af skipuleggjendum Lífstöltsins í ár sem fram fer í reiðhöll hestamannafélags Harðar í Mosfellsbæ næsta laugardag gefur okkur uppskrift af dásamlegri súkkulaðiköku sem er tilvalið að baka á sunnudegi sem þessum.

Uppáhalds skúffukaka Þórdísar
4.5 dl. hveiti
4 dl. sykur
175 g brætt smjörlíki eða smjör (eða 50/50)
2 stór egg eða 3 lítil
1/2 tsk. lyftiduft
1 dl. Cadbury´s kakó, eða annað bökunarkakó
1 tsk. matarsódi
1 tsk. salt
2 tsk. vanillusykur
1 tsk. vanilludropar
2 dl. ab mjólk, hrein
1 1/2 dl. kalt vatn
Bræða smjörlíki við vægan hita. Setja allt hráefnið í skál, svo smjörið í lokin og hræra saman. Gott að sigta kakóið útí.
Baka við 150 gr. blástur eða 170 við undir og yfir hita. Bakið í 35 til 40 mín. Fer svolítið eftir ofnum. Passar í gott skúffukökuform. Ef þið viljið setja í heila ofnbökunarskúffu þá er gott að tvöfalda uppskriftina.

Krem
150 gr. íslenskt smjör (mjúkt)
150 gr. flórsykur
1 eggjarauða
2 msk. kakó (bökunar)
Allt sett saman í hrærivél og hrært til mjúkt og samlagað. Gott að dreifa grófu kókosmjöli yfir.
Hér má lesa meira um Lífstöltið sem er til styrktar LÍFI styrktarfélagi kvennadeildar Landspítalans.